Opnað til Mjóafjarðar

Tvo daga tók að ryðja í gegnum skafla á Mjóafjarðarheiði og opna leiðina þangað. Það tókst í gær.

Lesa meira

Búið að leysa mygluvandann í Nesskóla

Búið er að leysa mygluvandamálið sem kom upp í Nesskóla í Neskaupstað í síðasta mánuði og er skólahald nú með eðlilegum hætti.


Lesa meira

Ríflega fjórðungur fengið bóluefni

Meira en einn af hverjum fjórum Austfirðingum er nú búinn í fyrri umferð bólusetningar gegn Covid-19. Yfir 700 skammtar af bóluefni voru gefnir eystra í þessari viku.

Lesa meira

Áskorun að afgreiða Norrænu sem hraðast

Við þurfum stöðugt að vera að þróa og bæta verklag til að sem hraðast gangi að afgreiða Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar þegar farþegum fjölgar á næstu vikum út af þeim takmörkunum sem eru á íslensku landamærunum vegna Covid-19 faraldursins. 

Lesa meira

Vonast eftir fjölbreyttu og ábatasömu samstarfi við Múlaþing

Rektor University of Highlands and Island í Skotlandi (UHI) segist spenntur fyrir möguleikum á samstarfi við Múlaþing í kjölfar viljayfirlýsingar sem skólinn og sveitarfélagið gerðu um daginn. Hann segir það gefa skólanum á að gera nemendahóp sinn enn fjölbreyttari.

Lesa meira

Þriðjungur farþega Norrænu fóru á sóttkvíarhótel

Norræna kom í gærmorgun til Seyðisfjarðar með 98 farþega. Allir fóru í sýnatöku utan þrjú börn undir bólusetningaaldri. Þrjátíu og einn fóru á sóttvarnarhótelið á Hallormsstað. Niðurstöðu sýnatöku er að vænta í dag.


Lesa meira

Framboðslisti Framsóknarflokksins staðfestur

Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi á Akureyri skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í haust. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður frá Fáskrúðsfirði, verður í öðru sætinu.

Lesa meira

Afkoma Múlaþings neikvæð um 110 milljónir króna

Rekstrarafkoma Múlaþings árið 2020 var neikvæð um 110 milljónir kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins en samanlagðar fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna sem mynduðu Múlaþing í fyrra gerði ráð fyrir 215 milljóna kr. rekstrarafgangi.


Lesa meira

Guðmundur Hallgrímsson látinn

Guðmundur Hallgrímsson, fyrrverandi rafverktaki og íþróttamaður frá Fáskrúðsfirði, lést á föstudag, 84 ára að aldri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.