Búið að leysa mygluvandann í Nesskóla

Búið er að leysa mygluvandamálið sem kom upp í Nesskóla í Neskaupstað í síðasta mánuði og er skólahald nú með eðlilegum hætti.


Marínó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá Fjarðabyggð segir að kennsla hafi hafist í síðustu viku í þeim hluta skólans sem myglunnar varð vart.

“Þessi vandi var bundinn við norðurhluta skólahúsnæðisins og mygla hefur ekki fundist á öðrum stöðum í skólanum,” segir Marinó.

Eins og fram kom í frétt Austurfréttar um málið þann 19. mars s.l. voru nemendur á efsta stigi í Nesskóla sendir heim eftir að myglan fannst. Var kennsla felld niður í þessum hluta skólans meðan verið var að leysa vandamálið. Jafnframt hefur komið fram í fréttum að enginn nemendanna hafi veikst vegna myglunnar.

Strax eftir að myglunnar varð vart voru verktakar fengnir til að hreinsa húsnæðið og uppræta mygluna og gekk það verk vel.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.