Orkumálinn 2024

Afkoma Múlaþings neikvæð um 110 milljónir króna

Rekstrarafkoma Múlaþings árið 2020 var neikvæð um 110 milljónir kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins en samanlagðar fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna sem mynduðu Múlaþing í fyrra gerði ráð fyrir 215 milljóna kr. rekstrarafgangi.


Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að rekstarafkoma A hluta var neikvæð um 172 milljónir kr. en samanlagðar fjárhagsáætlanir með viðaukum gerði ráð fyrir 50 milljóna kr. rekstarhalla.

Fram kemur m.a. að hrein fjármagnsgjöld námu 488 milljónum kr. í samstæðu A og B hluta en samanlögð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 336 milljónum kr. Hrein fjármagnsgjöld A hluta námu 341 milljónum kr. en samanlögð fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 212 milljónum kr.

Eigið fé var jákvætt í árslok 2020 um 2.735 milljónir kr. í samstæðu A- og B hluta að teknu tilliti til hlutdeildar minnihluta. Eigið fé A hluta var jákvætt um 1.572 milljónir kr. í árslok 2020.

Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B hluta námu í árslok 2020 um 10,4 milljörðum kr. og hækka um 732 milljónir kr. frá árinu 2019. Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið fyrir samstæðureikning A og B hluta er 109% í árslok 2020.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.