Íþróttir: Tímabilinu lokið hjá kvennaliði Þróttar

Kvennalið Þróttar í blaki hefur lokið keppnistímabili sínu eftir að hafa fallið út gegn HK í undanúrslitum úrvalsdeildarkvenna. Karlaliðið lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni og keppni í neðri deildum Íslandsmóts karla í knattspyrnu hófst um helgina.

Lesa meira

Um 15.000 nýttu Loftbrúna fyrsta hálfa árið

Tæplega 15 þúsund notendur nýttu sér Loftbrú, niðurgreiðslur ríkisins á innanlandsflugi, fyrsta hálfa árið sem fyrirkomulagið var í gildi. Niðurgreiðslur fargjalda kostuðu ríkissjóð um 100 milljónir króna.

Lesa meira

Húshitun kostar mest á Austfjörðum

Hæsti húshitunarkostnaður á landinu er á Reyðarfirði, Vopnafirði og í Neskaupstað eða um 191 þúsund kr. á ári. Í þessum hóp eru einnig Grundarfjörður, Hólmavík og Vík í Mýrdal. Þessi kostnaður er nær þrefaldur á við lægsta kostnaðinn á landinu sem er á bilinu 60 til 70 þúsund kr.

Lesa meira

Hlutfjárútboð Síldarvinnslunnar hafið

Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hófst kl. 10 í morgun og stendur yfir fram til kl. 16.00 á miðvikudag. Mikill áhugi er á þessu útboði.  Í boði eru tæplega 448 milljónir hluta í félaginu en heimild er til að stækka útboðið um 51 milljón hluta.


Lesa meira

Loðan kemur sterkt inn í útflutningstölur

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 27,3 milljörðum króna í apríl sem er nær 54% aukning í krónum talið miðað við apríl í fyrra. Það er aðallega loðnuafurðir sem standa undir þessari aukningu á verðmætinu.


Lesa meira

Meira en þriðjungur Austfirðinga bólusettur

Stórt stökk varð í vikunni í hlutfalli bólusettra Austfirðinga gegn Covid-19 veirunni, enda vart við öðru að búast þegar rúm 10% allra íbúa fengu bóluefni.

Lesa meira

Íþróttir: Höttur getur enn sloppið

Höttur á enn möguleika á að forðast fall úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 100-104 sigur á Haukum í gærkvöldi. Örlögin ráðast í síðasta leik tímabilsins á mánudag. Lið Þróttar spila í úrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki um helgina og keppni hefst í neðri deildunum í knattspyrnu.

Lesa meira

Starfsmenn SVN fá hlut í félaginu í útboðinu

Stjórn Síldarvinnslunnar (SVN) hefur samþykkt að afhenda starfsmönnum félagsins hlut í félaginu í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. Um er að ræða 0.19% af heildarhlutafé og er verðmæti þess áætlað 180 milljónir kr.


Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.