Orkumálinn 2024

Um 1000 Austfirðingar bólusettir á morgun

Búið er að boða um 1000 manns í bólusetningar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í vikunni. Stór hluti kennara á svæðinu fær sína fyrstu bólusetningu við Covid-19 veirunni.

Bólusett verður á Egilsstöðum og Eskifirði á miðvikudag. Af þeim sem búið er að boða fá um 650 manns sína fyrri eða einu bólusetningu, þar sem aðeins þarf einn skammt af bóluefni Janssen.

Af því verða gefnir 180 skammtar. Að auki er notað bóluefni frá AstraZeneca og Pfizer/BioNTech.

Haldið er áfram að bólusetja eftir fæðingarárum, að þessu sinni er stefnt að því að klára allt niður í þá sem fæddir eru árið 1966. Þá verður byrjað að bólusetja starfsfólk í leik- og grunnskólum auk félagsþjónustu.

Búið er að staðfesta að von sé um 900 skömmtum austur í næstu viku, þar af eru 620 skammtar ætlaðir í fólk sem fær sína fyrstu eða einu bólusetningu. Þá verður einnig bólusett á Vopnafirði og Djúpavogi. Haldið verður áfram að bólusetja starfsfólk skóla og eftir fæðingarárum.

Samkvæmt tölum frá Covid.is er enginn með veiruna á Austurlandi en einn í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.