„Verkefnið fer mjög vel af stað, við erum með áhugasaman og öflugan hóp íbúa með okkur í þessum undirbúningi og það verður spennandi að hitta íbúana síðan í ágúst, fara yfir vinnu okkar hóps og móta framhaldið,“ segir Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar.
„Ég veit sem er að mjög margir bíða spenntir eftir að hafa möguleika á að breyta til með húsnæðið og allmargir hafa þegar haft samband og forvitnast um íbúðir í þessum nýja kjarna,“ segir Gunnhildur Helga Eldjárnsdóttir, formaður Framtíðarinnar, félags eldri borgara á Seyðisfirði.
Sláturfélag Vopnfirðinga tilkynnti í vikunni um rúmlega 31% hækkun á afurðaverði til bænda samanborið við síðasta ár. Framkvæmdastjóri Sláturfélagsins segir félagið vilja koma í veg fyrir hrun í greininni sem hefði í för með sér alvarlegar afleiðingar.
Aðeins rúmur þriðjungur fluga Icelandair milli Egilsstaða og Reykjavíkur undanfarna viku hafa verið á áætlun. Mikil vandræði hafa verið með flota félagsins en ein véla þess var aðeins einu sinni á réttum tíma af þrettán skiptum.
Álag er að aukast á Heilbrigðisstofnun Austurlands vegna fjölgunar Covid-smita í samfélaginu. Gestir bæði heilsugæslustöðva og hjúkrunarheimila eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát verði þeir varir við minnstu einkenni.
Vonast er til að kjarni með átta íbúðum, ætluðum 55 ára og eldri, verði tilbúinn í mars á næsta ári. Brák, húsnæðissjálfseignarstofnun í eigu sveitarfélagaá landsbyggðinni, hefur tekið við utanumhaldi verksins. Tugir íbúða á vegum Brákar og Leigufélagsins Bríetar eru á uppleið á Austurlandi næsta árið.
Að undanförnu hefur verið unnið að því að tryggja húsnæði Vjelsmiðju Jóhanns Hanssonar, miðstöð Tækniminjasafns Austurlands, en hún stórskemmdist í stóru skriðunni sem féll á Seyðisfjörð í desember 2020. Sýningar á vegum safnsins opna seinni part sumar.
Meðaltal fasteignagjalda á fjórum matssvæðum á Austurlandi hefur hækkað um 32 prósent frá árinu 2014 til 2022 samkvæmt nýrri skýrslu Byggðastofnunar. Langmest á Vopnafirði.
„Með þessu móti væri, að mínu mati, hægt að slá margar flugur í einu höggi; koma upp vísi að alvöru miðbæ, spara umtalsverðar fjárhæðir og gera safninu mun hærra undir höfði en hægt er á núverandi stað,“ segir Ragnar Sigurðsson, einn fulltrúa í starfshóp um framtíð Íslenska stríðsárasafnsins.