Varað við föstum bílum á Vopnafjarðarheiði

Vegagerðin varar við að þrengingar séu á Vopnafjarðarheiði vegna bíla sem festust þar í gærkvöldi. Ökumenn lentu í vanda þar og á Fjarðarheiði í snjókomu í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsing frá lögreglu festust sex bílar á Vopnafjarðarheiði. Þeir þrengdu að svæði fyrir snjóruðningstæki. Þess vegna eru ökumenn beðnir um að fara varlega þar. Eigendur ökutækjanna eru að gera ráðstafanir til að koma þeim af heiðinni.

Tilkynningar um bílana á Vopnafjarðarheiðinni bárust rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Um hálftíma síðar var tilkynnt um fastan jeppa á Fjarðarheiði. Veginum þar yfir var þá lokað.

Í gær stóð vindur úr norðaustri með úrkomu framan af degi sem varð að slyddu eða snjókomu þegar kólnaði. Á Héraði var snjórinn blautur og þungur sem skapaði hálku á vegum.

Fjarðarheiði er skráð þungfær og Öxi og Breiðdalsheiði lokuð. Skafrenningur er á Fagradal, Fjarðarheiði, Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum. Þrátt fyrir erfiðleikana í gær hefur ekki borist tilkynningar um beinlínis óhöpp eða slys.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.