


Ernir flýgur til og frá Egilsstöðum á fimmtudag
Flugfélagið Ernir býður upp á flugsæti á almennum markaði til og frá Egilsstöðum á fimmtudag. Flugið er tilfallandi og markar ekki upphafið að samkeppni á flugleiðinni.
Besta árið í sögu Eskju
Hagnaður af rekstri Eskju á Eskifirði varð fjórir milljarðar króna eftir skatta. Endurkoma loðnunnar átti sinn þátt í bættri afkomu milli ára.
Blóðþorri staðfestur á tveimur svæðum í Berufirði
Meinvirkt afbrigði ISA-veiru, sem veldur sjúkdóminum blóðþorra í eldislaxi, hefur verið staðfest á eldissvæðunum við Hamraborg org Svarthamarsvík í Berufirði. Öllum laxi þar verður slátrað.
Höfum tækni, þekkingu, jarðnæði og mannskap til að rækta korn
Varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs úr Norðausturkjördæmi segir að breyta þurfi stuðningskerfi landbúnaðarins þannig hvatt verði til kornræktar hérlendis. Aðstæður hafi breyst síðustu áratugi þannig það sé vel raunhæft og jafnvel nauðsynlegt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndinni skipt í tvennt
Verkefnum eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, löngum þekkt sem ESU-nefndin, verður skipt upp milli tveggja nefnda við breytingar á stjórnfyrirkomulagi Fjarðabyggðar. Skrifað var undir meirihlutasamkomulag Framsóknarflokks og Fjarðalista fyrir fyrsta fund bæjarstjórnar í dag.
Skólphreinsistöð á Djúpavogi talin framfaramál
Þær stofnanir sem veittu umsögn um möguleg umhverfisáhrif skólphreinsistöðvar á Djúpavogi virðast almennt sammála um að hreinsistöðin verði framfaraskref fyrir náttúru svæðisins, þótt gæta þurfi að framkvæmdum á viðkæmu svæði.
Bjartsýni í fiskeldinu austanlands þrátt fyrir þung áföll
„Þrátt fyrir þetta áfall, sem koma veirunnar er, þá horfi ég bjartsýnn til framtíðar fyrir hönd laxeldis á Austufjörðum. Félagið hefur metnaðarfull áform um vöxt á næstu árum og höfum við ekki vikið af þeirri braut,“ segir Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm / Laxa fiskeldis.

Nýtt íþróttasvæði á Egilsstöðum þrengir að eldri borgurum
Vinnslutillaga að nýju íþróttasvæði á Egilsstöðum norðan við hjúkrunarheimilið Dyngju lokar alfarið fyrir frekari nauðsynlega þróun heilbrigðisstofnana á svæðinu að mati Öldungaráðs Múlasýslu.

Helgin: Tvær umferðir af torfæru
Tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í torfæruakstri verða eknar í Mýnesgrús utan við Egilsstaði um helgina. Sumarsýning Skaftfells opnar á morgun.
Dæmdir fyrir árás með hamri og felgulykli
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvo einstaklinga í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist að þriðja manninum með felgulykli og hamri.