


Enn hægt að kaupa allt það helsta inn
Áhrif tveggja daga lokana milli landshluta eru ekki enn farin að setja verulegt skarð í vöruframboð verslana á Austurlandi þótt úrvalið sé farið að minnka. Búist má við miklum önnum næstu tvo daga.
Öll tæki komin af stað til að ryðja
Vegagerðin á Austurlandi hefur ræst út öll þau snjómoksturstæki sem hún hefur yfir að ráða til að moka vegi sem fylltust af snjó í bylnum síðustu tvo daga. Viðbúið er að Vatnsskarð og Fjarðarheiði opnist ekki fyrr en síðar í kvöld.
Condor stækkar vélarnar sem fljúga til Egilsstaða
Þýska flugfélagið Condor, sem næsta sumar hyggst fljúga milli Egilsstaða og Frankfurt, hefur ákveðið að stækka vélarnar sem notaðar verða í flugið.
Ríflega 150 úthlutanir úr austfirskum jólasjóðum
Fleiri en 150 úthlutanir hafa í ár verið afgreiddar úr jóla- og velferðarsjóðum á Austurlandi, sem starfræktir eru til að styrkja fólk sem erfitt á með að ná endum saman til að geta gert sér dagamun yfir jólin.
Búið að opna Fjarðarheiðina
Samgöngur á Austurlandi eru aftur að komast í samt lag eftir fannfergi síðustu daga. Búið er að opna Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði. Flug er í gangi en á eftir áætlun.
Fimm flug austur á morgun
Icelandair freistar þess á morgun að vinna upp þær tafir sem orðið hafa á innanlandsflugi síðustu tvo daga vegna veðurs með að bæta við ferðum á morgun.
Rólegt hjá björgunarsveitum það sem af er morgni
Engin útköll hafa verið hjá austfirskum björgunarsveitum síðan lokið var við að bjarga fólki af Möðrudalsöræfum um miðnætti. Flestir fjallvegir eystra eru ófærir. Von er á að enn bæti í snjóinn síðar í dag.
Staða orkugarðs kynnt í dag
Fjarðabyggð hefur boðað til opins kynningarfundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála græns orkugarðs sem fyrirhugað er að reisa á Reyðarfirði.
Reyna að koma öllum pökkum til skila fyrir jól
Drekkhlaðnir flutningabílar bíða bæði á Austurlandi og Suðurlandi eftir að geta farið á milli til að koma gjöfum og vörum til skila fyrir jól. Framkvæmdastjóri hjá Póstinum segir allt verða lagt í sölurnar til að allir pakkar nái á áfangastað.
Stefna af stað klukkan sex til að ryðja vegi
Vegagerðin áformar að byrja opnun vega klukkan sex í fyrramálið ef spár um að bylurinn, sem gengið hefur yfir Austurland í dag og í gær, gangi niður rætast. Gular viðvaranir fyrir Austurland og Austfirði hafa verið framlengdar inn í nóttina.