Greiddu atkvæði gegn ráðningu Jóns Björns

Minnihluti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar bókaði óánægju með að ekki lægi fyrir ráðningarsamningur við bæjarstjóra á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar á föstudag og greiddi atkvæði gegn honum. Samningurinn verður afgreiddur af bæjarráði.

Lesa meira

Ernir flýgur til og frá Egilsstöðum á fimmtudag

Flugfélagið Ernir býður upp á flugsæti á almennum markaði til og frá Egilsstöðum á fimmtudag. Flugið er tilfallandi og markar ekki upphafið að samkeppni á flugleiðinni.

Lesa meira

Besta árið í sögu Eskju

Hagnaður af rekstri Eskju á Eskifirði varð fjórir milljarðar króna eftir skatta. Endurkoma loðnunnar átti sinn þátt í bættri afkomu milli ára.

Lesa meira

Blóðþorri staðfestur á tveimur svæðum í Berufirði

Meinvirkt afbrigði ISA-veiru, sem veldur sjúkdóminum blóðþorra í eldislaxi, hefur verið staðfest á eldissvæðunum við Hamraborg org Svarthamarsvík í Berufirði. Öllum laxi þar verður slátrað.

Lesa meira

Höfum tækni, þekkingu, jarðnæði og mannskap til að rækta korn

Varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs úr Norðausturkjördæmi segir að breyta þurfi stuðningskerfi landbúnaðarins þannig hvatt verði til kornræktar hérlendis. Aðstæður hafi breyst síðustu áratugi þannig það sé vel raunhæft og jafnvel nauðsynlegt.

Lesa meira

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndinni skipt í tvennt

Verkefnum eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, löngum þekkt sem ESU-nefndin, verður skipt upp milli tveggja nefnda við breytingar á stjórnfyrirkomulagi Fjarðabyggðar. Skrifað var undir meirihlutasamkomulag Framsóknarflokks og Fjarðalista fyrir fyrsta fund bæjarstjórnar í dag.

Lesa meira

Skólphreinsistöð á Djúpavogi talin framfaramál

Þær stofnanir sem veittu umsögn um möguleg umhverfisáhrif skólphreinsistöðvar á Djúpavogi virðast almennt sammála um að hreinsistöðin verði framfaraskref fyrir náttúru svæðisins, þótt gæta þurfi að framkvæmdum á viðkæmu svæði.

Lesa meira

Bjartsýni í fiskeldinu austanlands þrátt fyrir þung áföll

„Þrátt fyrir þetta áfall, sem koma veirunnar er, þá horfi ég bjartsýnn til framtíðar fyrir hönd laxeldis á Austufjörðum.  Félagið hefur metnaðarfull áform um vöxt á næstu árum og höfum við ekki vikið af þeirri braut,“ segir Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm / Laxa fiskeldis.

Lesa meira

Helgin: Tvær umferðir af torfæru

Tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í torfæruakstri verða eknar í Mýnesgrús utan við Egilsstaði um helgina. Sumarsýning Skaftfells opnar á morgun.

Lesa meira

Dæmdir fyrir árás með hamri og felgulykli

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvo einstaklinga í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist að þriðja manninum með felgulykli og hamri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.