Einn slasaður eftir bílveltu í Norðfirði

Bílvelta varð á áttunda tímanum í morgun á Norðfjarðarvegi. Að sögn lögreglunnar á Austurlandi varð slysið til móts við reiðhöll hestamannafélagsins Blæs, nálægt gatnamótum Norðfjarðarvegs og Oddskarðsvegs. 

Lesa meira

Íbúafundur um nýja sóknaráætlun

Austurbrú, í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Capacent, stendur í dag og á morgun fyrir fjórum íbúafundum á Austurlandi um gerð nýrrar sóknaráætlunar fjórðungsins.

Lesa meira

Bæta við flugi til að vinna upp tafir gærdagsins

Air Iceland Connect mun fljúga aukaflug milli Egilsstaða og Reykjavíkur í dag til að vinna upp tafir sem urðu eftir að vél félagsins bilaði á Egilsstöðum í gær og fella varð niður flug.

Lesa meira

Rúmur 1,1 milljarður í meðgjöf með sameiningu

Fjögur sveitarfélög á Austurlandi, þar sem íbúar kjósa um sameiningu í lok næsta mánaðar, gætu fengið 1,1 milljarða króna frá ríkinu til að styrkja nýtt sveitarfélag verði af sameiningu.

Lesa meira

Ósátt við þjónustu flugfélagsins

María Óskarsdóttir frá Fáskrúðsfirði er ein þeirra sem átti bókað flug frá Egilsstöðum til Reykjarvíkur í gær en tvær af þremur vélum dagsins voru felldar niður eftir að bilun kom í ljós þegar miðdegisvélin átti að fara frá Egilsstöðum. María, eiginmaður hennar og tengdamóðir eiga bókað flug til Danmerkur í dag og þurftu að keyra suður í nótt eftir að hafa beðið í óvissu fram eftir degi í gær.

Lesa meira

Þrýst á um að Fjarðarheiðargöng verði sett í forgang

Sveitarstjórnir bæði Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs leggja áherslu á að tryggt verði fjármagn við endurskoðun á samgönguáætlun í haust þannig að sem fyrst verði hægt að ráðast í hönnun Fjarðarheiðarganga.

Lesa meira

Hyllir undir skosku leiðina í fjárlagafrumvarpinu

Niðurgreiðsla flugfargjalda fyrir íbúa landsbyggðarinnar er eitt af áhersluverkefnum samgönguráðuneytisins í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020. Framkvæmdastjóri Austurbrúar segir ánægjulegt að eitt af stærstu áherslumálum landsbyggðarinnar sé að verða að veruleika.

Lesa meira

Á ekki að vera kvöð fyrir fólk með heilbrigðismenntun að fara út á land

Endurskoða á menntun íslensks heilbrigðisstarfsfólks þannig að hún henti séríslenskum aðstæðum samkvæmt nýsamþykktri heilbrigðisstefnu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir að hvetja þurfi fólk strax í námi til þess að kjósa síðar meir að starfa á landsbyggðinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar