Færðu Fljótsdalshrepp reynitré að gjöf

Orkusalan, dótturfyrirtæki RARIK, færði nýverið öllum sveitarfélögum í landinu reynitré að gjöf í því skyni að minna á mikilvægi kolefnisbindingar.

Lesa meira

Hjóluðu um landið til minningar um franska sjómenn

„Ég hjólaði á móti þeim svona til að sýna þeim stuðning og á sömu stundu og við hittumst þá hættir að hellirigna og sólin fór að skína. Ég held það séu skýr skilaboð frá almættinu um virði þessarar farar þeirra,“ segir Berglind Ósk Agnarsdóttir á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Tíðindalítil nótt á Eistnaflugi

Nóttin var tíðindalítil í Neskaupstað þar sem þungarokkshátíðin Eistnaflug hófst í gær. Einhver tjöld og fellivagnar skemmdust þó þar í hvassviðri í gærkvöldi og gestum var komið í skjól í íþróttahúsinu.

Lesa meira

Efla löggæslu á Djúpavogi

Lögregluembættin á Austurlandi og Suðurlandi hafa gert með sér samkomulag um eflingu löggæslu frá og með Djúpavogi til Hafnar í Hornafirði. Ekki hefur verið fastur lögregluþjónn með starfsstöð á Djúpavogi í á annað ár.

Lesa meira

Sól í dag – stormur á morgun

Sólin leikur við Austfirðinga og spáð er allt að 20 stiga hita í dag. Fyrir morgundaginn hefur hins vegar verið gefin út stormviðvörun.

Lesa meira

Síldarvinnslan kaupir Vísi í Grindavík

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur keypt allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. Í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna, sem að stórum hluta er greitt fyrir með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Lesa meira

Íþróttahúsið opnað fyrir gesti Eistnaflugs vegna hvassviðris

Skipuleggjendur rokkhátíðarinnar Eistnaflugs í Neskaupstað hvöttu gesti á hátíðartjaldsvæði á tíunda tímanum í kvöld til að flytja sig inn í íþróttahúsið vegna hvassviðris. Björgunarsveitin vaktar svæðið en engin tjöld hafa fokið enn sem komið er.

Lesa meira

Sjá fram á betri tíma í innanlandsfluginu

Stjórnendur Icelandair vonast til þess að áætlanir í innanlandsflugi séu að komast aftur á rétt ról eftir vandræðagang síðustu vikna og mánaða. Aukin ásókn er í innanlandsflug.

Lesa meira

Loks gengu Valgerðarstaðir út

Síðla í vetur tókst loks að selja eignir Byggðastofnunar að Valgerðarstöðum 4 í Fellabæ en kaupendurnir voru aðilarnir að baki hinu þekkta fyrirtæki Nordic Wasabi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.