


Ekki stórt flóð úr Hrafnakömbunum
Snjómokstursbílar Vegagerðarinnar hafa verið á nær stöðugri ferð þegar veður hefur leyft undanfarna viku. Snjóflóð undir Grænafelli tafði að vegurinn yfir Fagradal væri opnaður í gær. Mikill snjór er á svæðinu.
Fært inn í allar götur á Egilsstöðum - Myndir
Í gær náðist að opna inn í allar íbúðagötur á Egilsstöðum eftir mikla snjókomu á jóladag. Bæjarverkstjóri segir að snjómokstur gangi vel en tíma taki að hreinsa bæinn almennilega. Mikill snjór er einnig í Fjarðabyggð.
Gular viðvarnir vegna jólahríðar
Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir daginn í dag vegna hríðar á Austurlandi og Austfjörðum. Búið er að loka norður úr frá Jökuldal. Nokkrum jólaguðsþjónustum hefur verið aflýst.
Tafir á stáli seinka nýrri Gilsárbrú
Tafir á komu stáls til landsins hafa valdið nokkurra vikna seinkunn á nýrri brú yfir Gilsá í Skriðdal. Framkvæmdirnar hafa þó almennt gengið vel.
Litmyndir frá fyrstu forsetaheimsókninni til Norðfjarðar
Litmyndir frá fyrstu heimsókn forseta lýðveldisins Íslands til Norðfjarðar verða meðal ræma úr safni Kvikmyndasafns Íslands sem sýndar verða í Safnahúsinu í Neskaupstað í dag.
Jólasnjórinn veldur ófærð
Tíma tekur að opna leiðina yfir Fagradal þar sem snjóflóð féll á veginn. Fannfergi veldur vandræðum eystra þannig að messum hefur verið frestað. Nokkur útköll voru hjá björgunarsveitum í gær.
Ísköld og hvít jól eystra
Rúmlega 26 gráðu frost mældist á Brú á Jökuldal skömmu eftir hádegi á aðfangadag. Víðar í fjórðungnum er mjög kalt.
Framtíð Heydala ræðst eftir ráðningu nýs prests
Þjóðkirkjan hefur auglýst eftir nýjum presti í Austfjarðaprestakall. Þegar ráðið hefur verið í starfið stendur til að taka ákvörðun um framtíðarnýtingu prestsetursins að Heydölum.
Gul viðvörun fyrir Austfirði á morgun og hinn
Veðurstofan hefur í þriðja sinn á rúmri viku gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna snjókomu og skafrennings. Veðrið gengur ekki niður af alvöru fyrr en um það leyti sem nýárið gengur í garð.
Ekki reynt að opna fjallvegi aftur í dag
Ekki verður reynt að opna vegina yfir Fagradal eða Fjarðarheiði í dag. Gular viðvaranir eru í gildi til kvölds. Lögreglan segir ekkert ferðaveður á Austurlandi.