Snör handtök komu í veg fyrir að meira yrði úr glóð í sög í Egilsstaðaskóla

Slökkvilið Múlaþings var kallað út í hádeginu þar sem glóð og reykur kom upp í sög í smíðastofu Egilsstaðaskóla. Snör handtök starfsfólks urðu til þess að glóðin náði sér aldrei á strik.

„Við gerðum mest lítið. Það eru bestu útköllin þegar svo er,“ segir Ingvar Birkir Einarsson, varaslökkvistjóri.

Starfsfólk skólans brást skjótt við og kom sögunni út úr byggingunni og sprautaði yfir hana vatni. Það varð til þess að lítið varð úr atvikinu nema smá glóð inni í vélinni og reykur.

Slökkviliðið reykræsti smíðastofuna og ræddi við nemendur sem sumum hverjum var brugðið eftir að eldvarnakerfi skólans fór í gang.
 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.