Harðar deilur um hæfi fulltrúa í umræðum um veglínur frá Fjarðarheiðargöngum

Tveir fulltrúar Miðflokksins í ráðum Múlaþings voru í gær ákvarðaðir vanhæfir vegna ættartengsla af meirihluta ráðum í málum sem snúa að veglagningu frá Fjarðarheiðargöngum á Héraði. Fulltrúarnir eru ósammála og hafa ákveðið að leita réttar síns hjá innanríkisráðuneytinu. Minnihlutinn gagnrýndi málsmeðferðina við umræður í sveitarstjórn.

Lesa meira

Bílvelta á Öxi

Jepplingur, með tveimur manneskjum, valt ofarlega á veginum yfir Öxi, Berufjarðarmegin, í gærkvöldi.

Lesa meira

Hvalirnir losnuðu af strandstað

Grindhvalir sem strönduðu við Meleyri við Breiðdalsvík í gærkvöldi losnuðu af strandstað með aðstoð björgunarsveitarfólks um klukkan ellefu í gærkvöldi. Dýralæknir segir miklu skipta að varlega sé farið að dýrunum eigi þau að halda lífi.

Lesa meira

Tveir hvalir strand við Breiðdalsvík

Tveir grindhvalir eru strand við Meleyri, innan við Breiðdalsvík. Verið er að undirbúa aðgerðir til að koma hvölunum út.

Lesa meira

Óánægja með Vegagerðina á Vopnafirði

„Ég held það þurfi ekkert mikið ímyndunarafl til að vita að ef ytri garðurinn gefur sig meira eða jafnvel alveg þá fara fljótt í hönd hér myrkir mánuðir,“ segir Axel Örn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður á Vopnafirði.

Lesa meira

Enn á ný skóflustunga á Seyðisfirði vegna nýrra íbúða

„Þetta tók vissulega aðeins lengri tíma í ferlinu en við vonuðumst eftir en nú er allt að falla með okkur og ég óska Seyðfirðingum innilega til hamingju með daginn,“ sagði Drífa Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri leigufélagsins Bríetar.

Lesa meira

Tvö umferðaróhöpp í Berufirði

Tvö umferðaróhöpp urðu á vegum við Berufirði í gær. Lögreglan á Austurlandi heimsótti í síðustu viku gisti- og veitingastaði til að kanna leyfismál þeirra sem starfsmanna. Langflest reyndust í góðu lagi.

Lesa meira

Mun sinna lektorsstarfi við HÍ frá Egilsstöðum

Kristján Ketill Stefánsson, nýráðinn lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mun sinna starfi sínu frá Egilsstöðum. Kristján, sem sérstaklega hefur rannsakað áhugahvöt í námi, segir Covid-faraldurinn hafa breytt viðhorfi og aðstöðu fyrir fjarnám.

Lesa meira

Leggja til veg og bílastæði á Héraðssöndum

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings vill hafa samráð við forsvarsmenn Úthéraðsverkefnisins varðandi hugmyndir þess efnis að leggja góðan veg inn á Héraðssanda og byggja þar bílastæði.

Lesa meira

TF-FXA komin aftur á loft

TF-FXA, önnur af tveimur Bombardier Q400 flugvélum Icelandair, er komin á ný inn í leiðarkerfi félagsins í flugi innanlands og til Grænlands.

Lesa meira

Opna Ars Longa á Djúpavogi formlega á laugardaginn kemur

Listasafnið Ars Longa á Djúpavogi verður formlega vígt á laugardaginn kemur með sýningunum Rúllandi snjóboltar og Tímamót en það kemur í hlut Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra að opna þær sýningar.

Lesa meira

Þétt og mikil dagskrá á Vopnaskaki þetta árið

„Hátíðin er hafin, fullt af forvitnilegum viðburðum daglega á næstunni og við erum búin að panta góða veðrið,“ segir Þórhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri í Vopnafjarðarhreppi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.