Ekki missa af Austurglugganum!

Nýr Austurgluggi kom út í dag.

Í blaði þessarar viku er meðal annars fjallað um framtíðaráform varðandi fullvinnslu matvæla á Breiðdalsvík, hugmyndir um safn tileinkað kommunum í Neskaupstað, sóknarhug í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra, veitingu Þorrans 2009 og ýmislegt sem er í deiglunni hjá Fljótsdalshreppi. Hjörleifur Guttormsson skrifar um Drekasvæðið og fyrirhugaða olíuvinnslu. Helgi Hallgrímsson skrifar samfélagsspegil blaðsins að þessu sinni og er á heimspekilegum og jafnvel stjarnfræðilegum nótum. Matgæðingurinn er á sínum stað með lystilegar og meinhollar uppskriftir.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.

ax005-538.jpg

Uppsagnir lækna ekki í samráði við trúnaðarlækni né Læknafélag Austurlands

Samningamál lækna Heilbrigðisstofnunar Austurlands eru nú til meðferðar hjá Læknafélagi Austurlands. HSA sagði öllum læknum innan stofnunarinnar upp störfum um síðustu áramót og boðaði endurráðningu með breytingum á vaktafyrirkomulagi. Læknum hefur ekki verið kynnt hverjar breytingar eiga nákvæmlega að verða á samningum þeirra, en stefnt hafði verið að því að það lægi fyrir 1. febrúar.

Lesa meira

30 milljónum úthlutað til menningarverkefna á Austurlandi

Menningarráð Austurlands úthlutar í dag, þriðjudaginn 27. janúar, um 30 milljónum króna til menningarstarfs á Austurlandi. Þetta er í níunda sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi menntamálaráðuneytis, iðnaðarráðuneyt1089_07_1---statue--glasgow-gallery-of-modern-art_web.jpgis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál.

Lesa meira

Almenningi gefst kostur á að kynnast starfsemi Þróunarfélagsins

Þróunarfélag Austurlands mun standa fyrir opnum kynningarfundum á starfsemi félagsins á árinu 2009, þar sem fólki gefst tækifæri til að koma og kynna sér starfsemi félagsins og Vaxtarsamnings Austurlands.

Fyrsti kynningarfundurinn verður á morgun, fimmtudag, á Fjarðahóteli Reyðarfirði og hefst hann klukkan átta annað kvöld.

Vakin er athygli á að á vef Þróunarfélagsins eru nú vikulega birtar upplýsingar undir formerkjum Verkefnis í nærmynd: www.austur.is.

vaxa-logo.jpg

Styrkjum úthlutað til hátt í 100 menningarverkefna

Menningarráð Austurlands úthlutaði í dag styrkjum til hátt í hundrað menningarverkefna á Austurlandi, samtals að upphæð 30 milljónir króna. Hæstu styrkir námu einni milljón króna en þeir lægstu 100 þúsund krónum. Alls bárust menningarráðinu 140 styrkumsóknir að þessu sinni.

ma_vefur2.jpg

Lesa meira

Þungatakmarkanir á vegum á Austurlandi

Færð á Austurlandi er nú víðast hvar sæmileg, nema á fjallvegum, þar sem er hálka og hálkublettir. Að mestu autt með ströndinni. Öxi og Hellisheiði eru ófærar og mikil hálka á Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á Suðausturlandi er greiðfært.

Þungatakmarkanir hafa verið auknar á Austurlandi:

Lesa meira

AFL í fundaherferð og vinnustaðakynningar

Formaður AFLs Starfsgreinafélags, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, hefur í dag mikla fundaferð um félagssvæði AFLs. Áformuð eru tugir funda og heimsókna á vinnustaði auk almennra félagsfunda á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Framkvæmdastjóri AFLs, Sverrir Mar Albertsson, verður frummælandi á fundunum ásamt Hjördísi.

asa4.jpg

Lesa meira

Samfélagssjóður Alcoa styrkir grasrótarstarf og menningarlíf ungs fólks á Austurlandi

Þrettán leikhópar ungs fólks á Austurlandi undirbúa nú sýningar á þremur nýjum, íslenskum leikritum. Uppsetning verkanna er liður í Þjóðleik, leiklistarhátíð ungs fólks á Austurlandi, sem er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, afhenti forsvarsmönnum verkefnisins 2.380.000.- kr. styrk frá alþjóðlegum samfélagssjóði Alcoa við athöfn í höfuðstöðvum Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði síðastliðinn þriðjudag.

jleikur_vefur_aal.jpg

Lesa meira

Á að bíða í aðra 106 daga spyrja mótmælendur

Í dag var mótmælafundur í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, annan laugardaginn í röð. Um 80 manns sóttu fundinn. Frummælendur voru þau Guðveig Eyglóardóttir bóndi og Þórður Mar Þorsteinsson menntaskólakennari.

Ráðherrum ríkisstjórnarinnar var öllum boðið til fundarins með almenningi á Egilsstöðum. Björn Bjarnason svaraði einn ráðherra og vísaði til fyrri samskipta sinna við fundarhaldara, sem kallað hefði hann fasista. Hann myndi því ekki koma. Þá svaraði aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra því að ráðherrann hefði nóg á sinni könnu og kæmist ekki.

vefur_meginmynd.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.