Styrkjum úthlutað til hátt í 100 menningarverkefna

Menningarráð Austurlands úthlutaði í dag styrkjum til hátt í hundrað menningarverkefna á Austurlandi, samtals að upphæð 30 milljónir króna. Hæstu styrkir námu einni milljón króna en þeir lægstu 100 þúsund krónum. Alls bárust menningarráðinu 140 styrkumsóknir að þessu sinni.

ma_vefur2.jpg

Ráðherrar menntamála og iðnaðar endurnýjuðu samstarfssamning ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál þann 9. janúar 2008 og gildir hann til ársloka 2010. Þetta er í níunda sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt

samstarfssamningi ríkis og sveitarfélaga en fyrsta úthlutun fór fram árið 2002. Af umsóknum og úthlutunum í ár má ráða hve fjölbreytt og blómlegt lista- og menningarlíf er á Austurlandi, allt frá Vopnafirði og suður í Öræfi. Sérstaklega er

sýnileg nýsköpun og gróska í starfsemi sem við kemur börnum og unglingum og hljóta mörg slík ný verkefni styrk.

Verkefni eins og LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi, eru búin að hasla sér völl en eru enn í fullu vexti. Ný verkefni fyrir ungt fólk eru nú á sviði leiklistar, myndlistar, tónlistar og ferðaþjónustu og koma eflaust til með að skapa enn frekari

atvinnu hér á Austurlandi í framtíðinni.

Sérstaka athygli vekur einnig hversu margir listamenn á Austurlandi sækja sjálfir um stuðning til verkefna sem þeir ætla að hrinda í framkvæmd. Mikilvægt er að fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sjái tækifæri í að efla samstarf við listamenn á Austurlandi nú á tímun atvinnuleysis og þrenginga á vinnumarkaði. Menning og listir auðga samfélagið, auk þess hafa listamenn lengi verið helstu hugmyndasmiðir í nýsköpun hvers konar og komið að gerð nýrrar vöru og vöruflokka. Að fá listamennina í aukið samstarf er mjög mikilvægt fyrir uppbyggingu á Austurlandi næstu árin.

ma_vefur3.jpg

 

 

 

 

ma_vefur4.jpg

 

 

 

 

ma_vefur1.jpg

 

 

 

 

ma_vefur7.jpg

 

 

 

 

Ljósmyndir/Steinunn

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.