Þungatakmarkanir á vegum á Austurlandi

Færð á Austurlandi er nú víðast hvar sæmileg, nema á fjallvegum, þar sem er hálka og hálkublettir. Að mestu autt með ströndinni. Öxi og Hellisheiði eru ófærar og mikil hálka á Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á Suðausturlandi er greiðfært.

Þungatakmarkanir hafa verið auknar á Austurlandi:

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirtöldum vegum á Austurlandi:

Suðurfjarðavegur frá Vattarnesvegi í botni Fáskrúðsfjarðar að Hringvegi í Breiðdal. Hringvegur frá Suðarfjarðavegi í Breiðdal að Höfn.

  

Veðurspá gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 3-10 m/s, en 10-15 NV-lands fram eftir degi. Skúrir, en él norðvestantil á landinu. Úrkomulítið NA-lands síðdegis og víðast hvar í nótt. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun og léttskyjað eða skýjað með köflum, en 10-18 og rigning SV-lands síðdegis. Annars hægari og þurrt. Hiti 0 til 6 stig, en um frostmark norðan til síðdegis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.