Að vera hommi úti á landi

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi kom fram að Flosi Jón Ófeigsson á Egilsstöðum telur erfiðara fyrir samkynhneigða að koma út úr skápnum úti á landi. Flosi er samkynhneigður.

Hann segist hafa komið út úr skápnum þegar hann fluttist til Reykjavíkur um tíma. Hann segist líka hafa orðið fyrir grimmu einelti vegna þess hvernig hann var í skólanum á Egilsstöðum. Flosi tók fram að hann líður betur í dag. Í viðtali við Rás 2 í gær segist hann þekkja nokkra homma á Fljótsdalshéraði og þeir reyni að hittast annað slagið, fari í útilegar og annað slíkt.

Til að horfa á fréttina á RÚV er hægt að smella hér.

hinsegin.jpg

Svanur spilar í kvöld

Tónleikar Svans Vilbergssonar í Vallaneskirkju verða klukkan 20:00 í kvöld en ekki 14:00 í dag eins og misritaðist í frétt í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Svanur spilar á Fáskrúðsfirði í dag.

Vilja stofna rannsóknarsjóð

Forsvarsmenn Þekkingarnets Austurlands hefur kynnt hugmyndir um stofnum Rannsóknarsjóðs Austurlands. Tilgangur hans á að vera að efla rannsóknarstarf á Austurlandi og beina stuðningi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs í sameiginlegan farveg.

 

Lesa meira

Vatnajökulsríkið fékk mest

Klasaverkefnið Í ríki Vatnajökuls hlaut hæsta styrkinn, 5,8 milljónir króna þegar úthlutað var úr Vaxtarsamningi Austurlands í fyrra skiptið á þessu ári. Alls var 22,6 milljónum króna úthlutað til ellefu verkefna.

 

Lesa meira

Tónleikar með Svani

Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson heldur tvenna tónleika á Austurlandi um helgina.

 

Lesa meira

Hitamet slegið á Höfn

Hitamet var sett á veðurstöðinni á Höfn í Hornafirði, 22,8 stig, í seinasta mánuði.Hiti á veðurstöðvunum á Egilsstöðum og Dalatanga mældist 1,5°C hærri í júlímánuði miðað að við meðalár.

 

 

Lesa meira

Kristinn skattakóngur

Kristinn Aðalsteinsson, Eskifirði, er skattakóngur Austurlands fyrir árið 2007. Þeir sem seldu báta og/eða kvóta eru áberandi á listanum.

 

Lesa meira

Miklar vegaframkvæmdir á Norðaustursvæði

Umtalsverðar vegaframkvæmdir eru í gangi á Norðausturlandi. Nýr vegur er lagður yfir Melrakkasléttu, nýr vegarkafli milli Vopnafjarðar og Hringvegar, Hringvegi við Arnórsstaðarmúla. Fleiri verk eru í bígerð, að því er segir í frétt frá samgöngumálaráðuneytinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.