Eskfirðingar sigruðu í Samaust

Fulltrúar Knellunnar, Eskifirði, sigruðu í Samaust, söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurlandi sem haldin var í Valaskjálf, Egilsstöðum, í gærkvöldi.

 

ImageLagið, Öll við viljum dreyma, er frumsamið en það flutti hljómsveit, sem meðal annars var skipuð tveimur saxafónleikurum, með söngvarann Ásbjörn í fararbroddi.
Í bandi Fellbæinga, sem urðu í öðru sæti með lagið Anyone Else But You sem þær Erla Guðný og María Brá sungu, var spilað á tréspil. Í þriðja sæti varð Hornfirðingurinn Bjarni Friðrik sem söng lagið The Gift og í fjórða sæti Kjartan úr Zion á Djúpavogi en hann söng Bítlalagið Hey Jude og spilaði sjálfur undir á hljómborð. Þessi atriði taka þátt í úrslitakeppni söngkeppni félagsmiðstöðva.
Auk góðra skartaði keppnin í gærkvöldi flinkum undirleikurum. Stöðfirðingar buðu upp á þverflautuleik og nágrannar þeirra frá Fáskrúðsfirði upp á tambórínu og þríhornssóló.

Myndir frá keppninni eru komnar inn í myndasafn Austurgluggans.

Smelltu hér til að hlusta á sigurlagið, Öll við viljum dreyma (mp3, 2,5 mb).

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.