Eldisþorski í Berufirði slátrað milli jóla og nýárs

Fyrirhugað er að slátra á næstunni um 50 tonnum af eldisþorski hjá fiskeldi HB Granda í Berufirði. Byrjað verður að slátra þorski á milli jóla og nýárs og lokið verður við slátrunina eftir áramótin. Þorskurinn verður unninn hjá fiskiðjuveri félagsins á Akranesi í fersk flakastykki og send með flugi á markað erlendis.

Lesa meira

Til baka

Austfirðingurinn Helgi Guðmundsson hefur sent frá sér nýja bók; Til baka. Hún fjallar á gamansaman, en jafnframt grafalvarlegan hátt, um nöturlega lífsreynslu sem höfundur lendir í á sjúkrahúsi er hann gengst undir smávægilega aðgerð en hafnar fyrir mistök læknis í langvarandi lífshættu.

cover_small.jpg

Lesa meira

Ásta Þorleifsdóttir ráðin framkvæmdastjóri

Stjórn Markaðsstofu Austurlands hefur ráðið Ástu Þorleifsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra. Hún mun koma til starfa í janúar og taka við af Kötlu Steinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands frá árinu 2004.

04_09_3---aircraft_web.jpg

 

Lesa meira

Glæsilegt jólablað Austurgluggans komið út

Jólablað Austurgluggans 2008 fæst nú á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Meðal annars má á síðum blaðsins finna ávörp þingmanna Norðausturkjördæmis til Austfirðinga, forvitnileg viðtöl við ýmsa íbúa fjórðungsins, ómótstæðilegar jólauppskriftir og fjölbreytta pistla og greinar. Þá er verðlaunakrossagáta í blaðinu og lesendur hvattir til að senda lausnir inn, þar sem góð verðlaun eru í boði. Gott lesefni fyrir og um jólin!

jlabla_forsa.jpg

Ljóð Páls Ólafssonar í öndvegi hjá íslenskum bóksölum

Mest selda ljóðabók ársins Eg skal kveða um eina þig, alla mína daga, hefur verið valin besta íslenska ljóðabókin 2008 af starfsfólki bókaverslana. Þórarinn Hjartarson tók saman ástarljóð Páls Ólafssonar og er þetta í fyrsta sinn sem þeim er öllum safnað í eina bók og birtur fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti.

Þetta er í níunda skipti sem verðlaunin eru veitt af Félagi starfsfólks bókaverslana og taka bóksalar hvaðanæva af landinu þátt í kjörinu. Verðlaunin eru veitt í sjö flokkum.

palleggertlafsson.jpg

Aldrei fleiri í prófum hjá ÞNA en nú

Síðustu prófum háskólanema á svæði Þekkingarnets Austurlands lauk fyrir helgina. Alls voru skráð þrjú hundruð og sjötíu próf og hafa þau aldrei verið fleiri. Fjölgunin frá síðustu haustönn er um eitthundrað próf próf. Próftakar voru hundrað og sjötíu og dreifðust á sjö staði í fjórðungnum. 

 

Lesa meira

Sjálfboðaliðastarf starfsmanna Fjarðaáls skilar þremur milljónum til félagasamtaka á Austurlandi

Austfirskt karnival, Listasmiðja Norðfjarðar, Tengslanet austfirskra kvenna, Slysavarnadeildin Hafdís og Björgunarsveitirnar Gerpir, Ársól, Hérað og Bára voru meðal þeirra sem í gær fengu afhenta styrki frá Alcoa til samfélagsmála á Austurlandi. Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa á Íslandi afhenti styrkina í jólahlaðborði starfsmanna álversins í hádeginu í gær.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.