AFL í fundaherferð og vinnustaðakynningar
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 28. janúar 2009
Formaður AFLs Starfsgreinafélags, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, hefur í dag mikla fundaferð um félagssvæði AFLs. Áformuð eru tugir funda og heimsókna á vinnustaði auk almennra félagsfunda á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Framkvæmdastjóri AFLs, Sverrir Mar Albertsson, verður frummælandi á fundunum ásamt Hjördísi.

Formaður AFLs Starfsgreinafélags, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, hefur í dag mikla fundaferð um félagssvæði AFLs. Áformuð eru tugir funda og heimsókna á vinnustaði auk almennra félagsfunda á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Framkvæmdastjóri AFLs, Sverrir Mar Albertsson, verður frummælandi á fundunum ásamt Hjördísi.

Á dagskrá fundanna eru kynning og umræður um fyrirliggjandi hugmyndir um breytingar á aðalkjarasamningi á almennum vinnumarkaði, ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar og uppbygging og mótun framtíðarsamfélagsins. Miðað er við að umræður verði með sem mestri þátttöku almennra fundarmanna og stefnir forysta AFLs á að eftir fundina liggi grunnur að stefnumörkun félagsins sem unnt yrði að leggja fyrir ársfund trúnaðarmanna í mars til frekari mótunar svo og efniviður fyrir samninganefnd félagsins sem fundar í lok fundaferðar Hjördísar, en áformað er að formenn aðildarfélaga ASÍ hittist um miðjan febrúar til að marka stefnu Alþýðusambandsins í kjaramálum komandi mánaða. Upplýsingar um fundarstaði og tímasetningar má finna á vef AFLs; www.asa.is