Loðnuvinnslur í startholunum
Fyrirtæki sem stunda vinnslu úr loðnuafurðum hér eystra eru nú sem óðast að búa sig undir loðnuvertíðina. Þó hafa einhver fyrirtæki þegar hafið vinnslu, til dæmis Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði og Síldarvinnslan á Norðfirði, mest þó frá norskum skipum sem eru fyrr á ferðinni vegna þess að þau mega ekki veiða sunnan 64. breiddargráðu.Keppnin um Ormsbikarinn eftirsótta

Stórhólskindur suður í Hornafjörð
Þær 160 kindur sem teknar voru úr vörslu ábúenda á Stórhóli í Álftafirði fyrir viku eru á leið suður í Hornafjörð. Samkvæmt heimildum agl.is hefur fjárbóndi þar keypt kindurnar. Þetta varð lausn málsins að loknum fjögurra daga andmælafresti ábúenda sem rann út á mánudag.
Ellefu í prófkjöri, sjö karlar - fjórar konur
Ellefu einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarfólks á Fljótsdalshéraði, sem fram fer laugardaginn 6. mars næstkomandi. Alls fjórar konur gefa kost á sér, og sjö karlmenn. Í prófkjörinu gefur enginn af sitjandi bæjarfulltrúum flokksins, þau Björn Ármann Ólafsson, Anna Sigríður Karlsdóttir og Jónas Guðmundsson, kost á sér í efstu sæti.

Samfylkingin fundar á Eskifirði í kvöld
Samfylkingin stendur fyrir fundi á Eskifirði í kvöld. Framsögumenn eru þingmennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir.
Loðna til Fáskrúðsfjarðar
Nú stendur yfir löndun úr síðasta norska skipinu sem kom með loðnu til Fáskrúðsfjarðar á þessari vertíð. Alls verður nú landað 3.600 tonnum úr fjórum norskum skipum.
Ásta Kristín gefur kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, 31 árs viðskipta- og rekstrarráðgjafi, gefur kost á sér í 2. – 5. Sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.
Dæmdur til að greiða skaðabætur vegna líkamsárásar
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða tæplega 3,5 miljónir í skaðabætur vegna alvalegrar líkamsárásar á Seyðisfirði í október árið 2007.Framboðsmál í deiglunni
Framboðsmál stjórnmálaaflanna í Fjarðabyggð vegna bæjarstjórnarkosninganna á vori komandi eru nú í deiglunni. Ljóst er að tíminn til kosninga styttist óðum og tíminn til að raða fólki á framboðslistana er ekki ótakmarkaður.Stefán Bogi tekur slaginn í Austrakjallaranum
Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA, tilkynnti í morgun um framboð sitt í prófkjöri Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þetta tilkynnti hann félögum sínum á reglulegum laugardagsfundi Framsóknarmanna í Austrakjallaranum á Egilsstöðum. Stefán sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins.
"Það er komin veruleg valdþreyta hjá meirihlutanum og því miður hefur það orðið of áberandi að embættismenn sveitarfélagsins ráði í raun öllu innan þess." segir Stefán Bogi meðal annars í bloggfærslu sinni um ákvörðun sína. Hann telur megi sækja fram á veginn í atvinnumálum og að sóknarfæri séu fyrir hendi þrátt fyrir að núverandi meirihluti skili ekki góðu búi.
Stefán er lögfræðingur að mennt og hefur starfað í ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins í mörg herrans ár. Meðal annars átt sæti í stjórn ungra Framsóknarmanna. Að undanförnu hefur Stefán notið hvað mestrar hylli í spurningaliði Fljótsdalshéraðs í sjónvarpsþættinum Útsvari. Talið hefur verið tímaspursmál meðal áhugamanna um bæjarmál hvenær Stefán tilkynnti um ráðahag sinn.
Framtíð RÚV í vj fréttamönnum
Ríkisútvarpið ætlar að leggja aukna áherslu á svokallaða „vj-fréttamenn“ það eru fréttamenn sem geta bæði myndað og sagt fréttir. Hlutur frétta af landsbyggðinni í landsfréttum á síst að minnka þótt svæðisbundnar útsendingar leggist af.