Bragasynir gjaldþrota

eskifjordur_eskja.jpg
Verktaka- og jarðvinnufyrirtækið Bragasynir á Eskifirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Fyrirtækið hefur ekki skilað ársreikningum til opinberra aðila síðan það var stofnað.

Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Austurlands í september síðastliðnum. Það var stofnað árið 2003 og samkvæmt lýsingu þess sinnti það fjölbreyttri verktaka- og jarðvegsvinnu. Snjómokstur, vélaleiga og efnisala séu undirstöður rekstrarins. Í ársreikningaskrá Ríkisskattstjóra kemur fram að fyrirtækið hafi ekki skilað ársreikningum fyrir önnur rekstrarár en 2003.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.