Orkumálinn 2024

Kristína með metafla af frystum afurðum til Neskaupstaðar

kristina_ea_web.jpg
Kristína EA 410 kom í dag með tæp tvö þúsund tonn af frystum afurðum til Neskaupstaðar sem veiddar voru á sex dögum. Ekki mun hafa áður verið landað hérlendis jafn miklum afla sem frystur hefur verið á svo stuttum tíma.

Lesa meira

Vond verkefnastaða felldi Barra

barri.jpg
Stjórn skógræktarstöðvarinnar Barra fór fram á að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun vikunnar. Framkvæmdastjóri félagsins segir mikinn samdrátt í skógrækt eftir hrun hafa grafið undan verkefnastöðu fyrirtækisins. Hann vonast að hægt verði að halda verkefnum félagsins á svæðinu.

Lesa meira

Framboðslisti VG staðfestur

steingrimur_j_sigfusson_neskmai12.jpg
Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor var samþykktur á aukakjördæmisþingi hreyfingarinnar sem haldið var á Akureyri í dag. Formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þuríður Backman, sem hættir á þingi í vor, er í átjánda sæti.

Lesa meira

Rekstur Fljótsdalshrepps á núllinu

fljotsdalur_sudurdalur.jpg
Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps gerir ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði við núllið á þessu ári. Stærstu framkvæmdirnar eru á sviði samgöngumála og uppbyggingar í ferðaþjónustu.

Lesa meira

Mikill flúor í dýrum í Reyðarfirði en ekki merki um eitrun

lomb.jpg
Óvenjuhátt flúorgildi mælist í sláturfé og grasbítum í Reyðarfirði. Ekki hafa fundist merki um eitrun en sérfræðingar telja ástæðu til að fylgjast áfram með dýrunum. Of mikill flúor fór út frá álveri Alcoa Fjarðaáls síðasta sumar þar sem mengunarbúnaður bilaði.

Lesa meira

Bragasynir gjaldþrota

eskifjordur_eskja.jpg
Verktaka- og jarðvinnufyrirtækið Bragasynir á Eskifirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Fyrirtækið hefur ekki skilað ársreikningum til opinberra aðila síðan það var stofnað.

Lesa meira

Hegningarlagabrot hlutfallslega fæst á Austurlandi

logreglumerki.jpg
Hegningarlagabrot eru hvergi hlutfallslega færri á Íslandi heldur en á Austurlandi þrátt fyrir að þeim hafi fjölgað í fjórðungnum árið 2011 samanborið við árin tvö á undan. Umferðarlagabrotum fækkaði en þau eru algeng á svæðinu. 

Lesa meira

Torgið úrskurðað gjaldþrota

neistaflug_flugeldar.jpg
Torgið ehf. sem meðal annars rak skemmtistaðinn Rauða torgið í Neskaupstað hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

Lesa meira

Hækkun vatnsborðs meiri en reiknað var með eftir virkjun

karahnjukar.jpg

Vatnsyfirborð Jökulsár í Fljótsdal, Lagarins og Lagarfljóts hefur almennt hækkað meira eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta á einkum við um Úthérað. Rennsli vatnsfallanna er hins vegar jafnara en áður. Áhyggjur eru af hækkun grunnvatns á náttúruminjar.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.