Yfirlögfræðingur bað bæjarráð um að bíða með afgreiðslu á úrskurði um gatnagerðargjöld

seydisfjordurSviðsstjóri lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því við bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar að beðið yrði með afgreiðslu á ráðuneytisúrskurði um gatagerðargjald í bænum á meðan lögfræðisviðið færi yfir úrskurðinn. Úrelt gjaldskrá varð kaupstaðnum fjötur um fót í málinu.

Lesa meira

Þóra Bergný Kletturinn í austfirskri ferðaþjónustu

ferdathjonustuverdlaun 2014 webÞóra Bergný Guðmundsdóttir, sem rekið hefur farfuglaheimilið Hafölduna á Seyðisfirði frá árinu 1975, hlaut viðurkenninguna „Kletturinn" á uppskeruhátíð Ferðamálasamtaka Austurlands um helgina. Meet the Locals og Travel East hlutu verðlaun fyrir frumkvöðlastarf.

Lesa meira

Reynt að moka alla daga yfir Fjöllin

fjardarheidi 30012013 0037 webVegagerðin ætlar að reyna að hefja aftur daglegan mokstur á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Ekki verður þó mokað á morgun vegna slæmrar veðurspár.

Lesa meira

Skapandi Austurland: Vinnustofa um stefnumótun

honnunarmars 2012 lara vilbergsÁ morgun klukkan 16:00 stendur Nýsköpunar- og þróunarsvið Austurbrúar fyrir vinnustofu um stefnumótun skapandi greina á Austurlandi. Vinnustofan er öllum opin og verður haldin í húsakynnum Menntaskólans á Egilsstöðum (fyrirlestrarsal).

Lesa meira

Vill skoða hvort bæjarfulltrúar minnihlutans hafi brotið siðareglur: „Vitum ekki hvernig við lentum í þessu"

seydisfjordurDaníel Björnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, óskaði á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi eftir að skoðað yrði hvort fulltrúar minnihlutans hefðu brotið siðareglur kjörinna fulltrúa. Fulltrúar minnihlutans segjast ekki skilja hvernig þeir hafi gert það og segja að þeim ásökunum sem á þá eru bornar verði ekki tekið þegjandi.

Lesa meira

Landinn er ekki svæðisútvarp: Réttara að skoða heilan vetur?

mtmli ruvaust 1Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, segir að sjónvarpsþættinum hafi aldrei verið ætlað að fylla það skarð sem myndaðist þegar Ríkisútvarpið hætti reglulegum útsendingum svæðisstöðva. Hann segir ritstjórn þáttarins fylgjast náið með uppruna innslaga í þættinum til að stýra þeim sem jafnast um landið.

Lesa meira

Endurhæfing eitt helsta meðferðarúrræðið við lífsstílssjúkdómum

fjardabyggd fsn sundkortValdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað (FSN), veitti í síðustu viku viðtöku árskortum í sundlaugar Fjarðabyggðar. Kortin eru rafræn og veita sjúklingum endurhæfingardeildar sjúkrahússins ókeypis aðgang í sundlaugar Fjarðabyggðar á meðan á meðferð stendur.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.