Orkumálinn 2024

Ferðamenn virða ekki lokunarslár: Stórhríð spáð í kvöld

brimrun4 wbÞrjár björgunarsveitir voru í gærkvöldi í tvo og hálfan tíma að koma sjúklingi frá Seyðisfirði til Norðfjarðar og björgunarsveitin Jökull bjargaði þrettán bílum af Háreksstaðaleið. Færð spillist fljótt við þær aðstæður sem eru á austfirskum fjallvegum en eins eru brögð að því að ferðalangar virði ekki lokanir á vegum.

Lesa meira

Framleiðslustarfsmenn Fjarðaáls felldu nýjan kjarasamning

alver alcoa april2013Nýr vinnustaðasamningur á milli Alcoa Fjarðaáls, Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands var felldur í atkvæðagreiðslu fyrir helgi. Verslunarmenn hjá Afli og starfsmenn í fiskimjölsbræðslum samþykktu hins vegar nýverið nýja samninga.

Lesa meira

Skapandi greinar ein af stoðum Austurlands

skapandi greinar austurbru 0006 webÞað var skýr niðurstaða vinnustofu um stefnumótun skapandi greina á Austurlandi að þessi atvinnugrein sé og eigi að vera ein af stoðum landshlutans. Ákveðið forskot hefur skapast þar vegna MAKE by Þorpið og Evrópuverkefnisins „Creative communities" sem brýnt er að nýta.

Lesa meira

Yfirlögfræðingur bað bæjarráð um að bíða með afgreiðslu á úrskurði um gatnagerðargjöld

seydisfjordurSviðsstjóri lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því við bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar að beðið yrði með afgreiðslu á ráðuneytisúrskurði um gatagerðargjald í bænum á meðan lögfræðisviðið færi yfir úrskurðinn. Úrelt gjaldskrá varð kaupstaðnum fjötur um fót í málinu.

Lesa meira

Sakar meirihlutann um að reyna ítrekað að leggja stein í götu Lónsleiru

seydisfjordurVarabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seyðisfirði sakar bæjaryfirvöld um að hafa ítrekað reynt að „leggja stein í götu" Lónsleiru ehf. sem byggir tvö íbúðahótel á Seyðisfirði. Bæjarstjórinn segir þvert á móti að aukafundir hafi verið haldnir til að reyna að vinna að framgangi málsins.

Lesa meira

Þóra Bergný Kletturinn í austfirskri ferðaþjónustu

ferdathjonustuverdlaun 2014 webÞóra Bergný Guðmundsdóttir, sem rekið hefur farfuglaheimilið Hafölduna á Seyðisfirði frá árinu 1975, hlaut viðurkenninguna „Kletturinn" á uppskeruhátíð Ferðamálasamtaka Austurlands um helgina. Meet the Locals og Travel East hlutu verðlaun fyrir frumkvöðlastarf.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.