Bíll brann á Jökudal

Fólksbifreið gjöreyðilagðist eftir að eldur kom upp í henni á þjóðveginum um Jökuldal á sjötta tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki.

Lesa meira

Fulltrúar morgundagsins vinna að aukinni umhverfisvitund

„Mér þætti það allavega fáránlegt að menntastofnun sem að hefur það hlutverk að mennta fulltrúa morgundagsins beiti sér ekki fyrir því að berjast gegn einu stærsta vandamáli sem mannkynið stendur frammi fyrir sem að eru gróðurhúsaáhrifin,“ segir Sigurður Ingvi Gunnþórsson, formaður nemendaráðs Verkmenntaskóla Austurlands, en skólinn hefur skráð sig í verkefnið „Skólar á grænni grein“ að frumkvæði nemenda, en verkefnið miðar að því að skólinn hjólti umhverfisviðurkenninguna Grænfánann.

Lesa meira

Göngumanni bjargað úr sjálfheldu

Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út um miðjan dag í gær tli að aðstoða sem kominn var í sjálfheldu í Tungudal inn af Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

„Blóðgjöf er lífgjöf“: Blóðbankinn er mættur á Austurlandið

„Það er Heilsueflingarnefndin sem stendur að þessu mikilvæga framtaki,“ segir Harpa Vilbergsdóttir, formaður Heilsueflingarnefndar Alcoa Fjarðaáls, en blóðbankinn var með móttöku fyrir starfsmenn álverslóðarinnar í dag en opið verður fyrir alla á morgun miðvikudag.

Lesa meira

Sex Austfirðingar á lista Alþýðufylkingarinnar

Sex einstaklingar búsettir á Austurlandi og fleiri með rætur í fjórðungnum eru á framboðslista Alþýðufylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar. Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá leiðir listann.

Lesa meira

Lokið við umdeildan strandblakvöll

Verið er að klára að fylla upp í nýjan strandblakvöll á Vopnafirði við Lónabraut. Íbúar í nágrenninu mótmæltu framkvæmdinni þar sem þeir töldu af henni geta skapast skemmdir og ónæði.

Lesa meira

Hússtjórnarskólinn friðlýstur

Forsætisráðherra hefur friðlýst Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands.

Lesa meira

„Byggjum áfram á góðu samstarfi“

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur aukið eignarhlut sinn í útgerðarfélaginu Runólfi Hallfreðssyni ehf. á Akranesi um helming en félagið gerir út Bjarna Ólafsson Ak.

Lesa meira

„Óviðunandi ástand fyrir íbúa svæðisins“

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps lýsir þungum áhyggjum af þróun löggæslumála á svæðinu frá Vopnafirði til Raufarhafnar en aðeins einn lögreglumaður hefur verið þar starfandi frá því í vor. Lögreglustjóri segir að um tímabundið ástand sé að ræða sem brugðist hafi verið við.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.