Sex Austfirðingar á lista Alþýðufylkingarinnar

Sex einstaklingar búsettir á Austurlandi og fleiri með rætur í fjórðungnum eru á framboðslista Alþýðufylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar. Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá leiðir listann.


Aðrir Austfirðingar eru Anna Hrefnudóttir, myndlistarkona á Stöðvarfirði, Stefán Smári Magnssón verkamaður á Seyðisfirði, Arinbjörn Árnason fyrrverandi bóndi úr Eiðaþinghá, Þórarinn Andrésson listamaður frá Seyðisfirði auk sonar Þorsteins, Ingvars.

Í þriðja sæti er Norðfirðingurinn Karlólína Einarsdóttir en hún stundar doktorsnám í Uppsölum í Svíþjóð. Tólfti á listanum er svo Guðmundur Beck, fyrrverandi bóndi á Kollaleiru í Reyðarfirði.

Listinn í heild:
1. Þorsteinn Bergsson, bóndi, Unaósi, Fljótsdalshéraði
2. Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðingur, Húsavík
3. Karólína Einarsdóttir, doktorsnemi, Uppsölum, Svíþjóð
4. Baldvin H. Sigurðsson, matreiðslumaður, Akureyri
5. Drengur Óla Þorsteinsson, lögfræðingur, Reykjavík
6. Anna Hrefnudóttir, myndlistakona, Stöðvarfirði
7. Stefán Rögnvaldsson, bóndi, Leifsstöðum, Öxarfirði
8. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri
9. Ragnhildur Hallgrímsdóttir, leikskólakennari, Reykjavík
10. Kári Þorgrímsson, bóndi, Garði II, Mývatnssveit
11. Stefán Smári Magnússon, verkamaður, Seyðisfirði
12. Guðmundur Beck, verkamaður, Gröf 3, Eyjafjarðarsveit
13. Arinbjörn Árnason, fyrrv. bóndi, Egilsstöðum
14. Ingvar Þorsteinsson, nemi, Unaósi Fljótsdalshéraði
15. Þórarinn Sigurður Andrésson, listamaður og skáld, Seyðisfirði
16. Erla María Björgvinsdóttir, verslunarstjóri, Kópavogi
17. Valdimar Stefánsson, framhaldsskólakennari, Húsavík
18. Aðalsteinn Bergdal, leikari, Hrísey
19. Ólína Jónsdóttir, fyrrv. aðstoðarskólastjóri, Akranesi
20. Ólafur Þ. Jónsson, skipasmiður, Akureyri

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.