„Byggjum áfram á góðu samstarfi“

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur aukið eignarhlut sinn í útgerðarfélaginu Runólfi Hallfreðssyni ehf. á Akranesi um helming en félagið gerir út Bjarna Ólafsson Ak.


Síldarvinnslan heftur átt 38% í Runólfi frá árinu 2003 en félagið var upphaflega stofnað af hjónunum Runólfi Hallfreðssyni og Ragnheiði Gísladóttur. Ragnheiður andaðist á vormánuðum og þá lá fyrir að þrjú barna þeirra vildi selja sinn hlut.

Úr varð að Síldarvinnslan nýtti sér forkaupsréttinn en áfram eiga bræðurnir Gísli og Runólfur samanlagt tæp 25% í félaginu og stýra félaginu ásamt Síldarvinnslunni.

„Samstarf félaganna hefur ávallt gengið vel. Ég á ekki von á öðru en samstarf Síldarvinnslunnar og þeirra bræðra verði gott eftir sem hingað til og Bjarni Ólafsson muni halda áfram að vera mikilvægur fyrir hráefnisöflun Síldarvinnslunnar,“ sagði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í samtali við Austurfrétt.

Nýr Bjarni Ólafsson kom til fyrirtækisins í sumarbyrjun í fyrra. Skipið er með 4,7% kolmunnakvótans, 2,5% loðnukvótans og 2,4% úr norsk-íslenska síldarstofninum.

Í yfirlýsingu segir Gísli Runólfsson að „vart hefði verið hægt að hugsa sér betri niðurstöðu.“ Bjarni verður gerður áfram út með svipuðum hætti.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.