„Blóðgjöf er lífgjöf“: Blóðbankinn er mættur á Austurlandið

„Það er Heilsueflingarnefndin sem stendur að þessu mikilvæga framtaki,“ segir Harpa Vilbergsdóttir, formaður Heilsueflingarnefndar Alcoa Fjarðaáls, en blóðbankinn var með móttöku fyrir starfsmenn álverslóðarinnar í dag en opið verður fyrir alla á morgun miðvikudag.



„Við höfðum samband við Blóðbankann í vor þar hann hefur nú eignast búnað sem gerir kleyft að fara með bankann hvert á land sem er, en áður voru ferðirnar bundnar við styttri fjarlægðir við höfuðborgina.

Móttakan verður í Fjarðaráli á morgun milli klukkan 8:30-11:30 og eftir hádegi á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum milli klukkan 14:00-16:30. „Við verðum niður í andyri í álverinu og leiðbeinum fólki hvert það á að fara,“ segir Harpa, en eftir gjöf er boðið upp á góðar veitingar.

Harpa segir blóðgjöfina fara vel af stað en allir tímar dagsins voru uppbókaðir og alls gáfu 64 einstaklingar blóð.

„Við hvetjum alla til þess að nýta sér þetta tækifæri á morgun því blóðgjöf er lífgjöf. Blóðbankinn hefur um 15 þúsund blóðgjafir á ári sem merkir að inn þurfa að koma 70 pokar á hverjum degi. Þetta er ekki neitt einasta mál en þær eru svo mjúkhentar og góðar í sínu fagi,“ segir Harpa um hjúkrunarfræðingana sem í Blóðbankanum starfa.

Fyrir þá sem ekki komast á morgun er rétt að tilkynna að Blóðbankinn verður aftur á ferðinni dagana 11 og 12 október með sama fyrirkomulag og nú.

heilsueflingarnefnd

Heilsueflingarnefd Alcoa Fjarðaáls. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.