Átta Austfirðingar á lista Framsóknarflokksins

Austfirðingar raða sér í þrjú efstu sætin á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir listann líkt og í síðustu kosningum.

Lesa meira

200 milljóna skuld skorin af HSA

Ráðherra heilbrigðismála hefur samþykkt sérstaka fjárveitingu til Heilbrigðisstofnunar Austurlands til lækka gamlar skuldir stofnunarinnar. Uppsögn stofnunarinnar á samningum við sérfræðilækna var dregin til baka eftir íhlutun ráðuneytisins.

Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar veittar í Fjarðabyggð

Þrjá umhverfisviðurkenningar voru veittar í Fjarðabyggð í síðustu viku, en það var í fyrsta skipti sem sveitarfélagið veitir viðurkenningar af þeim toga.

Lesa meira

Ungmenni í Fjarðabyggð kjósa í „skuggakosningunum“ á laugardaginn

„Þetta er gott tækifæri til þess að virkja krakkana til þess að hugsa um kosningar og pólitók áður en þau verða sjálf fullgildir kjósendur,“ segir Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Fjarðabyggð um „skuggakosningarnar“ sem verða samhliða alþingiskosningunum í Fjarðabyggð á laugardaginn.

Lesa meira

Ferðamenn stela „bannað að tjalda“ skiltum

Djúpavogshreppur hefur pantað ný skilti með áréttingum um að bannað sé að gista í tjöldum eða bílum þar sem hinum eldri hefur verið stolið. Sveitarstjórinn segir þörf á að árétta að aðeins skuli gist á merktum svæðum.

Lesa meira

„Þetta er ólíðandi ástand“

Kirkjuklukkunum víða á Austurlandi verður hringt klukkan fimm síðdegis næstu daga til að vekja athygli á ástandinu í Sýrlandi og til að minnast þeirra sem látist hafa.

Lesa meira

Helgi Ómar: Ef reiknilíkanið er snarvitlaust eru fjárveitingarnar ekki í samhengi við veruleikann

Helgi Ómar Bragason, sem í sumar lét af störfum sem skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum eftir um 25 ára starf, segir erfitt að átta sig á þeim fjárheimildum sem ætlaðar séu til framhaldsskólanna. Stefnuleysi framboða í menntamálum færi völdin í hendur stakra ráðherra eða utanaðkomandi afla.

Lesa meira

Nemendur vilja fá „brúnu tunnuna“ í Fjarðabyggð

Ég held að það skipti miklu máli að við förum að fá brúnu tunnuna, en þá þurfum við gráu tunnuna ekki einu sinni lengur, þarf bara að vera flokkað og matur, ekkert almennt,“ segir Marta Lovísa Kjartansdóttir, nemandi í 9. bekk í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar