Umhverfisviðurkenningar veittar í Fjarðabyggð

Þrjá umhverfisviðurkenningar voru veittar í Fjarðabyggð í síðustu viku, en það var í fyrsta skipti sem sveitarfélagið veitir viðurkenningar af þeim toga.



Viðurkenningar veittu þeir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Jón Björn Hákonarson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og voru þær í þremur flokkum; fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús, snyrtilegasta umhverfi íbúðarhúss í dreifðri byggð og snyrtilegustu fyrirtækjalóðina.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús hlutu Kristbjörg Kristinsdóttir og Hörður Þórhallsson, Heiðarvegi 25, Reyðarfirði.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegasta umhverfi íbúðarhúss í dreifðri byggð hlutu Dalir I og II, í Daladal í Fáskrúðsfirði. Ábúendur eru Ármann Elísson og Jóna Ingunn Óskarsdóttir.

Verðlaun fyrir snyrtilegustu fyrirtækjalóð hlaut svo Síldarvinnslan í Neskaupstað, SVN.

Auglýst var eftir tilnefningum í ágúst og september sl. og var öllum með lögheimili í Fjarðabyggð heimilt að senda inn tilnefningar. Skipan dómnefndar og yfirumsjón málsins heyrir undir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar. Stefnt er að því að þessi ánægjulegi viðuburður fari framvegis fram daginn fyrir fyrsta vetrardag á hverju ári.

F.v. Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri, Jón Björn Hákonarsonar, formaður ESU, Jón Már Jónsson, SVN, Guðný Bjarkadóttir, SVN, Sigfús Sigfússon, SVN, Hörður og Kristbjör á Heiðarvegi 25, Ármann og Jóna Ingunn, Dölum I og II og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.