Viðurkenningarnar hvetja til snyrtimennsku og góðrar umgengni

Umhverfisviðurkenningar fyrir snyrktimennsku og umgengni voru veittar á Fljótsdalshéraði í haust.



Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Anna Alexandersdóttir forseti bæjarstjórnar afhentu verðlaunahöfum viðurkenningarskjal og blómvönd, en einnig munu þau fá skilti sem hægt verður að festa upp við viðkomandi húsnæði, götu og býli.

Viðurkenningarnar voru veittar í fjórum flokkum;

Fyrir snyrtilegustu lóðina í íbúðasvæði hlutu Sigurbjörg Þórarinsdóttir og Bjarni Steinar Kristmundsson fyrir Bláskóga 1.

Fyrir snyrtilegustu lóðina í atvinnusvæði hlaut Gistihúsið Birta fyrir Tjarnarbraut 7.

Fyrir snyrtilegustu götu í þéttbýli hlaut gatan Litluskógar. Í umsögn dómnefndar segir.

Fyrir snyrtilegustu jörð í ábúð hlutu Kjartan Sigurðsson og Sigrún Margrét Benediktsdóttir fyrir jörðina Teigasel 1.

Á heimasíðu Fljótsdalshéraðs segir að viðurkenningar sem þessar hvetji alla íbúa sveitarfélagsins til snyrtimennsku og góðrar umgengni bæði við náttúruna og eins í og við hýbýli og vinnustaði.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.