Þorsteinn leiðir Alþýðufylkinguna

Þorsteinn Bergsson, fyrrverandi bóndi á Unaósi á Fljótsdalshéraði, skipar efsta sætið á lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Fjórir Austfirðingar eru á listanum.

Lesa meira

Þórunn og Líneik efstar hjá Framsókn

Þórunn Egilsdóttir frá Vopnafirði og Líneik Anna Sævarsdóttir frá Fáskrúðsfirði skipa tvö efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Sjö Austfirðingar eru á listanum.

Lesa meira

Helgin: „Við hlökkum rosalega mikið til að hitta allt fólkið“

„Við ætlum að vera með árlegt haustkvöld í kvöld þar sem verslanir taka sig saman og bjóðum bæjarbúum upp á tilboð, veitingar og ljúfa tóna í verslunum okkar um leið og við tökum á móti vetri. Það er opið til 22:00 í öllum verslunum og við hlökkum rosalega mikið til,“ segir Lára Vilbergsdóttir í Húsi Handanna.“

Lesa meira

Átta Austfirðingar á lista Vinstri grænna

Ingibjörg Þórðardóttir, kennari við Verkmenntaskóla Austurlands er efst Austfirðinga á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Alls eru átta Austfirðingar á listanum.

Lesa meira

Beltin björguðu í bílveltu á Fagradal

Kona um tvítugt slapp með minniháttar meiðsli eftir bílveltu á Fagradal í gær. Það virðist hafa orðið henni til happs að hún var með beltin spennt.

Lesa meira

Blak: Þrjár hrinur í upphækkun þegar Þróttur vann KA

Oddahrinu þurfti til og þrjár hrinur fóru í upphækkun þegar Þróttur vann KA í Mizunodeild karla í blaki í Neskaupstað á þriðjudagskvöld. Þjálfari liðsins ætlar að nýta mánaðarfrí sem framundan er í deildinni til að laga móttökurnar hjá liðinu.

Lesa meira

Seyðisfjörður: Hættir í bæjarstjórn og gagnrýnir vinnubrögð meirihluta

Örvar Jóhannsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Seyðisfirði, hefur sagt af sér öllum trúnaðarstörfum í bæjarkerfinu vegna ágreinings við aðra í meirihlutanum. Hann gagnrýnir meðal annars að bæjarstjórn sé ekki annað en afgreiðslustofnun. Oddviti listans og bæjarstjóri segir mál til lykta leidd með sama hætti á Seyðisfirði og annars staðar.

Lesa meira

Benedikt áfram efstur hjá Viðreisn

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Fimm Austfirðingar eru á listanum.

Lesa meira

„Makaval hefur sannarlega áhrif á búferlaflutninga fólks“

„Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif það hefur á búsetu fólks finni það sér maka annars vegar innan og hins vegar utan heimabyggðar,“ segir Kolbrún Ósk Baldursdóttir, frá Djúpavogi. Hún skilaði af sér lokaritgerð í BA-námi sínu við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um þessi mál nú í vor.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.