Benedikt áfram efstur hjá Viðreisn

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Fimm Austfirðingar eru á listanum.

Benedikt hefur alla tíð búið í Reykjavík en foreldrar hans bjuggu um tíma í Neskaupstað og hefur Benedikt verið fastagestur þar.

Efstu Austfirðingarnir eru Jens Hilmarsson, lögreglumaður á Egilsstöðum og Ester Ásta Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri á Vopnafirði sem eru í þriðja og fjórða sætinu.

Listinn í heild.

1. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, Reykjavík
2. Hildur Betty Kristjánsdóttir, sérfræðingur, kennari og doktorsnemi, Akureyri
3. Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Egilsstöðum
4. Ester Sigurásta Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, Vopnafirði
5. Kristófer Alex Guðmundsson, hugbúnaðarverkfræðinemi, Hafnarfirði
6. Anna Hildur Guðmundsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi, Akureyri
7. Friðrik Sigurðsson, f.v. forseti sveitarstjórnar Norðurþings, Akureyri,
8. Rut Jónsdóttir, sjávarútvegsfræðingur / viðskiptafræðingur, Akureyri
9. Hjalti Jónsson, sálfræðingur og tónlistarmaður, Akureyri
10. Una Dögg Guðmundsdóttir, kennari, Siglufirði
11. Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, tölvunarfræðingur, Neskaupstað
12. Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, stjórnmálafræðingur og verslunarstjóri, Akureyri
13. Ari Erlingur Arason, félagsliði ÖA, Akureyri
14. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, mannauðsstjóri, Siglufirði
15. Guðmundur Lárus Helgason, þjónustufulltrúi, Akureyri
16. Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, Reyðarfirði
17. Valtýr Hreiðarsson, ferðaþjónustubóndi, Eyjafirði
18. Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík
19. Guðmundur Þórarinn Tulinius, skipaverkfræðingur,leiðsögumaður og Polar Law kandídat, Akureyri
20. Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar