Átta Austfirðingar á lista Vinstri grænna

Ingibjörg Þórðardóttir, kennari við Verkmenntaskóla Austurlands er efst Austfirðinga á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Alls eru átta Austfirðingar á listanum.

Ingibjörg er núverandi varaþingmaður flokksins og skipar þriðja sætið. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fara fyrir listanum.

Athygli vekur að Norðlendingarnir Edward Huijbens og Óli Halldórsson, sem á landsfundi flokksins um síðustu helgi börðust um varaformannsembættið, eru hlið við hlið í fjórða og fimmta sæti. Edward hafði betur í kjörinu og er í efra sætinu.

Listinn var samþykktur á aukafundi kjördæmisráðs sem haldinn var á Akureyri á mánudagskvöld.

1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum.
2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði.
3. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað.
4. Edward H. Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, prófessor, Akureyri.
5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík.
6. Berglind Häsler, bóndi og matvælaframleiðandi, Djúpavogshreppi.
7. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri.
8. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Dæli.
9. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Egilsstöðum.
10. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði.
11. Aðalbjörn Jóhannsson, nemi, Húsavík.
12. Helgi Hlynur Ásgrímsson, sjómaður, Borgarfirði eystri.
13. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi og varaformaður Ungra bænda, Björgum.
14. Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson, smiður, Dalvík.
15. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík.
16. Björn Halldórsson, bóndi, Akri, Vopnafirði.
17. Þórunn Hrund Óladóttir, kennari, Seyðisfirði.
18. Hrafnkell Freyr Lárusson, doktorsnemi, Breiðdalsvík.
19. Þorsteinn V. Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og fyrrv. rektor, Akureyri.
20. Kristín Sigfúsdóttir, fyrrv. framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi, Akureyri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar