Helgin: „Við hlökkum rosalega mikið til að hitta allt fólkið“

„Við ætlum að vera með árlegt haustkvöld í kvöld þar sem verslanir taka sig saman og bjóðum bæjarbúum upp á tilboð, veitingar og ljúfa tóna í verslunum okkar um leið og við tökum á móti vetri. Það er opið til 22:00 í öllum verslunum og við hlökkum rosalega mikið til,“ segir Lára Vilbergsdóttir í Húsi Handanna.“


Í Níunni verða ýmsar kynningar í boði auk þess sem Öystein Gjerden mun spila á gítar. Sentrum mun bjóða upp á veitingar frá Gróu Kristínu, Verzlunarfélagið verður með kynningu á skyri og ostum frá Fjóshorninu og Hótel Hérað verður með Happy Hour.

Kvöldinu líku síðan með Partý Pub Quiz á Feita Fílnum kl. 22:00.
Nánari upplýsingar má nálgast hér

Kvikmyndahátíðin RIFF í sláturhúsinu


Þann 14. og 15. Október verður Kvikmyndahátíðin RIFF haldin í sláturhúsinu. Sýndar verða þrjár myndir: A skin so Soft, A Force in Nature: Jóhann Eyfells og Meeting Snowden. Sýningartímarnir eru klukkan 14:00, 17:00 og 20:00, en hægt verður að kaupa þriggja mynda passa.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og lýsingu á kvikmyndunum má sjá hér

Útgáfutónleikar Þóhalls Þorvaldssonar

Sunnudaginn 15. Október mun Þórhallur Þorvaldsson og félagar halda útgáfutónleika í tilefni af útgáfu á nýútgefnum geisladisk.
Tónleikarnir verða í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði kl. 20:00.
Nánar um viðburðinn hér

Tónleikar; Eoin Dolar, Vamos bræðurnir og Sárasótt

13. október munu írskir tónlistarmenn sækja Sköðunarmiðstöðina á Stöðvarfirði heim. Undanfarna daga hefur Vinny (Stöðfirðingur með meiru) ferðast um Ísland ásamt Írskum félögum sínum og spilað á tónleikum í Reykjavík, á Rifi, Akureyri og Seyðisfirði og nú ljúka þeim ferðalaginu á Stöðvarfirði.
Von er á grípandi tónum og góðum straumum því á stokk stíga Eoin Dolan og hljómsveit hans frá Galway á Írlandi, Vinny Vamos ásamt bróðir sínum Tom Vamos ásamt því að hin goðsagnakennda sveit Sárasótt mun stíga á við.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en húsið opnar kl. 20:00

Nánar um viðburðinn hér

 

Blikka / Blikk

13. - 15. október verður sett upp sýningin Blikka í Skaftfelli á Seyðisfirði. Sýningin Blikka samanstendur af verkum fjögurra listamanna, með ólíkri nálgun, kryfja athafnir sem fela í sér að rannsaka og skrásetja í tenglum við tíma og rými.
Sýnendurnir eru Jessica MacMillan (US), Maiken Stene (NO), Malin Franzén (SE) og Yen Noh (KR,) en allt eru þetta gestalistamenn Skaftfells í október og nóvember.
Sýningin verður  opnuð 13. október kl. 17:00 í gamla ríkinu, Hafnargötu 11, Seyðisfirði og mun standa yfir á laugardegi og sunnudegi frá kl. 12:00 - 18:00.

Nánar má lesa um viðburðinn hér

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar