128 mm úrkoma á einum sólarhring

Úrkoman undanfarinn sólarhring á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm sem er það næst mesta á þeim 20 árum sem úrkoma hefur verið mæld þar. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar.

Lesa meira

Hringvegurinn lokaður í Berufirði

Hringvegurinn í Berufirði er lokaður þar sem vatn og aur hafa flætt yfir hann við Fossá. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að tæki séu á staðnum og verði vegurinn opnaður eins fljótt og kostur sé á.

Lesa meira

„Ég ætlaði aldrei að verða sjómaður“

Borgfirðingurinn Eiríkur Gunnþórsson byrjaði að stunda sjóinn með föður sínum þegar hann var tólf ára gamall. Framtíðin var endanlega ráðin þegar hann valdi frekar að fara á vertíð á Höfn fremur en í skóla eftir fermingu. Eiríkur rær enn en telur að sjómannsferillinn sé orðinn stuttur í annan endann.

Lesa meira

Flokkarnir velja framboðsleiðir: Píratar ríða á vaðið

Píratar verða að byrja að stilla upp framboðslista í Norðausturkjördæmi en prófkjör flokksins hefst um helgina. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin velja aðferð við val á listum um helgina. Líklegast er að flestir flokkar stilli upp vegna tímahraks.

Lesa meira

Skemmdir eftir mikla vatnavexti um helgina

Úrhellisrigning víða um Austurland á laugardag olli miklum vatnavöxtum í fjórðungnum. Rafmagnsstrengur fór í sundur í Fljótsdal og aurskriða lokaði hringveginum í Berufirði um tíma.

Lesa meira

„Mannvirki sem skipta okkur miklu“ - Myndir

Snjóflóðavarnagarðarnir undir Tröllagili, ofan Neskaupstaðar, voru formlega vígðir af umhverfisráðherra í gær. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir mannvirkin skipta íbúa Neskaupstaðar miklu máli.

Lesa meira

Vegurinn opinn í Berufirði

Búið er að opna veginn við Fossá í Berufirði sem lokaðist snemma í morgun þegar vatn og aur flæddu yfir hann.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.