Þuríður ein í kjöri í Hofsprestakalli

Þuríður Björg Wiium Árnadóttir verður ein í kjöri þegar kosið verður til prests í Hofsprestakalli. Kjörið hefst eftir rúma viku.

Þuríður sótti um embættið ásamt Jarþrúði Árnadóttur en sú síðarnefnda hefur dregið umsókn sína til baka.

Þrátt fyrir það þarf að kjósa og til að fá kjörið þarf Þuríður að fá meirihluta greiddra atkvæða.

Kosningin hefst á hádegi föstudaginn 20. október og stendur í sléttar tvær vikur.

Þessa dagana liggur kjörskrá frammi en sóknarbörn geta flett því upp með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í gegnum Kirkjan.is hvort þau séu ekki á skrá. Frestur til að gera athugasemdir við kjörskrá er til hádegis þriðjudagsins 17. október.

Á kjörskrá eiga að vera þeir sem skráðir eru í Íslensku þjóðkirkjuna og eiga lögheimilinu í prestakallinum þremur vikum fyrir kjördag. Jafnframt skal kjósandi hafa náð 16 ára aldri daginn sem kjörinu lýkur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar