Tekist á um rekstur Fjarðabyggðar

Frambjóðendur til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar voru ekki sammála um hvernig lesa ætti úr ársreikningi sveitarfélagsins á framboðsfundi á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi. Heimamenn spurðu út í rekstur hjúkrunarheimilisins Uppsala.

Lesa meira

Ábúendur á Starmýri I fengu Landgræðsluverðlaunin

Guðmundur Eiríksson og Sigrún Snorradóttir, bændur á Starmýri I í Álftafirði, hluti Landgræðsluverðlaunin þegar þau voru afhent fyrir skemmstu. Þau hafa ræktað upp mela á svæðinu í yfir tuttugu ár.

Lesa meira

Endurskoða niðurfellingu af vegaskrá eftir mótmæli

Vegagerðin hefur ákveðið að endurskoða niðurfellingu Hleinargarðsvegar af vegaskrá eftir mótmæli bæjarstjórn Fljótsdalshérað. Bæjarfulltrúar sögðu ákvörðunina minna á atriði úr gamanþáttum.

Lesa meira

Boða minni útgjöld fyrir foreldra en svara fáu um kostnað sveitarfélagsins

Framboð í Fjarðabyggð boða fríar máltíðir í skólum sveitarfélagsins og að fyrirkomulag sumarlokana í leikskólum verði endurskoðuð. Lítið var hins vegar um svör við spurningum um fjármögnun breytinganna á framboðsfundi á Breiðdalsvík. Heimamenn höfðu mestan áhuga á bættri hafnaraðstöðu en óttast að hún komi seint.

Lesa meira

Nýsköpunarmiðstöð lokar á Austurlandi

Starfsstöð Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Djúpavogi, þeirri einu í fjórðungnum, var lokað um síðustu mánaðarmót. Stofnunin segir að starfsstöðin hafi verið tímabundin ráðstöfun til að mæta áföllum í atvinnulífi staðarins.

Lesa meira

„Greinilega mikill hiti í húsinu“

Íbúðarhúsið á Efri Skálateig 2 í Norðfjarðarsveit er nær ónýtt eftir bruna í morgun. Þrennt var í húsinu þegar eldurinn kom út en slapp ómeitt. Talið er að kviknaði hafi í út frá feiti í potti.

Lesa meira

Norðfjarðará braut sér leið inn í ruslagryfju

Landeigandi á Norðfirði hefur fengið frest til að taka til eftir sig eftir að Norðfjarðará braut sér leið inn í ruslagryfju á landi hans þannig að rusl flæddi út í ána. Óheimilt er að urða úrgang annars staðar en á á viðurkenndum urðunarstöðum.

Lesa meira

Bergþóra leiðir H-lista

Bergþóra Birgisdóttir, matráður, skipar fyrsta sætið á lista Samtaka um samvinnu og lýðræði sem er nýtt framboð í Djúpavogshreppi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.