Tæplega 100 milljóna afgangur hjá Vopnafjarðarhrepp

Tæplega 96 milljóna króna afgangur varð af rekstri Vopnafjarðarhrepps á síðasta ári. Skuldahlutfall sveitarfélagsins er með því besta sem gerist á landinu.

Samkvæmt reglum skulu skuldir sveitarfélags ekki vera meira en 150% af tekjum en hlutfallið er 51% hjá Vopnafjarðarhrepp. Heildarskuldir sveitarfélagsins voru 553 milljónir í lok árs og lækka um 80 milljónir milli ára, samkvæmt nýjum ársreikningi sveitarfélagsins.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins í fyrra námu rúmum milljarði, þar af 736 milljónir í A-hluta sem segja má að innihaldi lögboðin verkefni sem fjármögnuð eru með skatttekjum. Rekstrarkostnaðurinn var rúmar 900 milljónir og afgangur fyrir afskriftir og fjármagnsliðið 161 milljón.

Endanlegur afgangur var 96 milljónir, þar af 34 í A-hluta. Veltufé frá rekstri samstæðunnar var 138.

Sveitarfélagið greiddi 604 milljónir í laun á síðasta ári. Stærsti einstaki málaflokkurinn voru fræðslumál, 292 milljónir af 675 í útgjöldum A-hluta fóru í þau.

Síðari umræða um ársreikninginn verður í sveitarstjórn á fimmtudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.