Aðhald eða viðhald?

Minnihluti Seyðisfjarðarlistans sótti að meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks út af skorti á viðhaldi í bænum á framboðsfundi á þriðjudagskvöld. Meirihlutinn hamraði hins vegar á góðum árangri í fjármálum.

Lesa meira

Vilja banna snjallsíma í skólum í haust

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið fræðslunefnd að taka afstöðu til þess að snjallsímanotkun nemenda í grunnskólum sveitarfélagsins verði bönnuð frá og með næsta skólaári.

Lesa meira

Framboðin ganga óbundin til kosninga

Framboðin fjögur í Fjarðabyggð gefa ekki upp með hverjum þau vilji helst starfa í meirihluta að loknum kosningunum á laugardag þótt íbúar í Neskaupstað vildu vita það á framboðsfundi þar á mánudagskvöld.

Lesa meira

Austfirðingar sterkari saman?

Frambjóðendur í Fjarðabyggð virðast almennt ekki andsnúnir því að Austurland verði sameinað í eitt sveitarfélag þótt líklegra sé að þau verði fyrst tvö. Kjósendur á Eskifirði sýndu talsverðan áhuga á menntamálum á framboðsfundi síðasta föstudag.

Lesa meira

Njarðvíkurskriður í útboð síðsumars

Vegagerðin hefur staðfest að til standi að endurbæta veginn um Njarðvíkurskriður á leiðinni til Borgarfjarðar eystra. Fjármagn til verksins kemur úr sérstakri fjárveitingu til vegabóta en ráðist verður í viðhaldsframkvæmdir á vegum á nokkrum stöðum í fjórðungnum.

Lesa meira

Sammála um að búa vel að börnunum en ekki hvernig

Leikskólamálin eru eitt af stóru málunum á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar um helgina, ef marka má umræður á framboðsfundi á mánudagskvöld. Framboðin eru hins vegar ekki sammála um hvernig bregðast eigi við fjölgun barna eða búa að yngstu börnunum. Þau tóku hins vegar öll undir að skóladagur leikskólabarna sé í lengra lagi.

Lesa meira

Bók Kristborgar Bóelar beint í efsta sætið

Bókin 261 dagur, fyrsta bók austfirska rithöfundarins Kristborgar Bóelar Steindórsdóttur, fór beint í efsta sæti metsölulista Eymundsson vikuna sem hún kom út.

Lesa meira

Þörf á að stokka upp launastefnu sveitarfélaganna

Fræðslumál og aðbúnaður barnafjölskyldna er meðal þess sem borið hefur á góma á framboðsfundum í Fjarðabyggð í vikunni. Fundargestir á Reyðarfirði sýndu áhuga á mönnun skóla og uppbyggingu íþróttamannvirkja á staðnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.