Íbúafundir um sameiningu sveitarfélaga í næsta mánuði

Formaður samstarfsnefndar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi segir að markmið sameiningar að grunnþjónusta við íbúa verði efld. Von er á að staðan í viðræðunum verði kynnt strax í næsta mánuði.

Lesa meira

Sækja kolmunna meðan engin loðna finnst

Öll skip Eskju eru tilbúin til kolmunnaveiða og tvö þegar farin á miðin á hinu alþjóðlega Rockall svæði. Reynt er að nýta tímann til að veiða kolmunna á meðan engin loðna finnst.

Lesa meira

Upplifði bara eðlilegt líf meðan hann var skiptinemi á Egilsstöðum

Tími er kominn að alþjóðasamfélagið láti sverfa til stáls og hjálpi til við að koma Nikolas Maduro frá völdum sem forseti Velesúale, að sögn skiptinema sem dvaldi á Egilsstöðum fyrir rúmum áratug. Íbúar treysta á peningasendingar frá útlöndum eða fremur glæpi til að framfleyta sér og sínum.

Lesa meira

Seyðisfjörður: Reyna að bæta samstarf minni- og meirihluta

Fulltrúar í bæjarráði Seyðisfjarðar vonast til að samstarf minni- og meirihluta standi til bóta. Oddviti meirihluta segir minnihlutann hafa reynt að gera allar aðgerðir meirihlutans ótrúverðugar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem er í minnihluta, segir eðlilegt að fólk láti skoðanir sínar í ljósi þegar það sé ósammála.

Lesa meira

Fræðasetur á Borgarfirði

„Vedíska fræðasetrið á Borgarfirði er mjór vísir að menntastofnun sem vinnur með indversku og vedísku mennta- og listafólki sem mun líka taka þátt í námskeiðum með okkur í gegnum fjarfundabúnað,” segir Björn Kristjánsson, á Borgarfirði.

Lesa meira

Nýr eigandi að Hellisfirði

Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur gengið frá kaupum á jörðinni Hellisfirði í samnefndum firði, sem er sá næstu sunnan Norðfjarðar. Jacobi er frumkvöðull í markaðsmálum í heimalandi sínu.

Lesa meira

Sex sagt upp hjá Alcoa Fjarðaáli

Sex starfsmönnum var sagt upp hjá Alcoa Fjarðaáli í gær vegna hagræðingar. Óvissa á álmörkuðum hefur kallað á aðhaldsaðgerðir hjá álverinu á Reyðarfirði.

Lesa meira

Börn á Austurlandi fá tækifæri í Upptaktinum

„Upptakturinn er mjög vandað verkefni sem gefur þeim krökkum sem sýna áhuga og þrautseigju á sviði tónsköpunar tækifæri. Verkefnið hefur einungis verið fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu og því er mjög gleðilegt að geta loks boðið uppá þátttöku hér fyrir austan,” segir Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.