Mótmæla niðurfellingum af vegaskrá

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur á síðustu fundum sínum bókað mótmæli gegn fyrirhuguðum niðurfellingum heimreiða í dreifbýli sveitarfélagsins af vegaskrá.

Lesa meira

Farþegar skelkaðir eftir ókyrrð yfir Egilsstöðum

Farþegum sem voru um borð í flugvél Air Iceland Connect sem snúið var frá Egilsstaðaflugvelli rétt fyrir lendingu var boðin áfallahjálp þegar þeir komu aftur til Reykjavíkur. Óvænt og mikil ókyrrð varð til þess að hætt var við lendingu.

Lesa meira

Snúið við rétt fyrir lendingu

Flugvél Air Iceland Connect, sem lenda átti á Egilsstöðum á níunda tímanum í morgun, var snúið við rétt fyrir lendingu vegna ókyrrðar.

Lesa meira

„Menn hafa verið ófeimnir við umræðuna“

Minnihlutinn í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sakar meirihlutann um að kæfa umræðu um fráveitumál í sveitarfélaginu. Fulltrúar meirihlutans hafna þeim ásökunum og segja minnihlutann reyna að drepa umræðunni á dreif.

Lesa meira

„Aukin meðvitund er fyrsta skrefið að breytingum“

Gestir á lokahófi verkefnisins „Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi“ voru hvattir til þess að skrifa miða með hugmyndum að því hvernig hægt væri að gera heiminn betri í daglegu lífi í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

„Fólk var bara hrært yfir þessu“

Nýstofnuð Sinfóníuhljómsveit Austurlands hélt sína fyrstu tónleika 1. desember. Húsfyllir var á tónleikunum, sem haldnir voru í Menningarmiðstöð Austurlands á Eskifirði, þar sem brot úr nokkrum frægustu sinfóníuverkum heims voru leikin.

Lesa meira

Unnið með Sveitarfélagið Austurland

Fulltrúar í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa náð niðurstöðu um vinnuheiti á væntanlegt sameinað sveitarfélag og meginmarkmið í viðræðunum.

Lesa meira

Settu sér markmið um útgáfuna í ársbyrjun

„Jórunn Viðar var ótrúlegur listamaður, mikill frumkvöðull, bæði frumlegt tónskáld og mikils metinn píanóleikari,“ segir Erla Dóra Vogler mezzosópran, en hún og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari voru að gefa út geisladiskinn „Jórunn Viðar – Söngvar“.

Lesa meira

Garnaveiki greind í Austfjarðahólfi

Garnaveiki hefur greinst í sauðfé frá Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þetta er í fyrsta skipti sem garnaveiki greinist á svæðinu í rúm 30 ár. Allt fé í hólfinu verður bólusett.

Lesa meira

Snjóflóð tók lyftuskúr í Oddsskarði

Töf verður á að hægt verði að opna byrjendabrekkuna á skíðasvæðinu í Oddsskarði eftir að snjóflóð hreif með sér lyftuskúrinn þar um helgina.

Lesa meira

Skoska leiðin var mikilvægt innlegg í umræðuna

Starfshópur um framtíð innanlandsflugs leggur til að fargjöld fyrir þá sem búa fjarri Reykjavík verði niðurgreidd um 50% frá árinu 2020. Formaður hópsins segir góðan stuðning við hugmyndir um að skilgreina innanlandsflug sem almenningssamgöngur á Alþingi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.