Engar áhyggjur af austfirskum hitaveitum

Vatnsbúskapur hjá austfirskum hitaveitum er í góðu lagi, þrátt fyrir mikinn kulda síðustu daga.

„Hér er allt í besta lagi, við getum ekki kvartað,“ segir Páll Breiðfjörð Pálsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Hann segir notkunina hafa aukist lítillega en ekki neitt umfram það sem þekkist í miklum frostum. Hann hefur ekki áhyggjur af stöðunni þótt spáð sé 5-10 stiga frosti fram yfir helgi. Kuldinn hefur haft áhrif á hitaveitur á Suðurlandi þar sem hefur þurft að draga úr afhendingu til notenda.

Páll bendir á að það það sé bót í máli að mikill púðursnjór hafi fallið eystra sem einangri byggingar, þótt hann kæli umhverfið fyrst. Þá hafi vindur verið rólegur og því ekki bætt í með vindkælingu.

Staðan er einnig góð hjá Hitaveitu Fjarðabyggðar. Marinó Stefánsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, segir notkunina í samræmi við síðustu ár. Fylgst sé með stöðunni til að geta brugðist við ef eitthvað breytist.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.