Upplifði bara eðlilegt líf meðan hann var skiptinemi á Egilsstöðum

Tími er kominn að alþjóðasamfélagið láti sverfa til stáls og hjálpi til við að koma Nikolas Maduro frá völdum sem forseti Velesúale, að sögn skiptinema sem dvaldi á Egilsstöðum fyrir rúmum áratug. Íbúar treysta á peningasendingar frá útlöndum eða fremur glæpi til að framfleyta sér og sínum.

„Trúið mér, það er ekkert sem við viljum frekar en geta stundað vinnu og lifað venjulegu lífi. Eina skiptið sem ég upplifað það var þegar ég var skiptinemi á Egilsstöðum.“

Þannig hljómaði Twitter-færsla tæplega þrítugs íbúa í Venesúela, Juan E. Martinez Badillo, í gær. Badillo var þar að svara Íslendingum sem skiptust á skoðunum um hvort rétt væri að lýsa yfir stuðningi við Juan Guaidó, forseta þingsins sem nýverið lýsti sig forseta landsins.

Nokkur vestræn ríki, þeirra á meðal Ísland, með Bandaríkin í broddi fylkingar, hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Þar með er hafin mikil valdabarátta hans við forsetann Nikolas Maduro sem nýtur stuðnings nokkurra ríkjaa, meðal annars Rússlands. Maduro hefur verið forseti frá 2013 er hann tók við af Hugo Chavez sem komst til valda 2002.

Efnahagskerfið í rúst

Í viðtali Mbl.is við Badillo
segir hann að Íslendingar sem leggist gegn því að Maduro verði komið frá völdum skilji ekki stöðuna í landinu. Hann lýsir því að efnahagslífið sé í rúst, gjaldmiðillinn sé verðlaus og íbúar, þar með talið hann sjálfur, lifi á því að ættingjar sendi bandaríska dollara sem hægt sé að selja á svörtum markaði.

Badillo segir stúlkur afla sér tekna með að selja nektarmyndir í vegnum vefmyndavélar og venjulegt fólk stundi glæpi til að framfleyta sér. Þá sé heilbrigðiskerfið hrunið. „Fólk er að deyja eins og flugur úr einföldun, meðhöndlanlegum sjúkdómum.“

Hann fullyrðir einnig að stjórnkerfi landsins sé gerspillt. Það hafi byrjað þegar Chavez skipti út stjórnendum ríkisolíufélagsins Petrolas fyrir einstaklinga hliðholla honum. Þetta hafi svo breiðst víðar út í samfélaginu. Þeir einu sem hafi það gott séu þeir sem séu nógu nálægt stjórnvöldum.

Ekki sé hægt að treysta á rafmagnið, það fari af í nokkra klukkutíma hvern dag, líka í Maracaibo, næststærstu borg landsins þar sem Badillo býr. Fjölmiðlar séu undir hæl stjórnvalda, ríkissjónvarpið hafi verið svipt frelsinu 2007 meðan Badillo var skiptinemi á Egilsstöðum. Landsmenn sæki sér upplýsingar í erlenda netmiðla, þegar netsamband er í lagi. Þjófar stunda að stela netköplum til að ná úr þeim bronsinu og selja.

Geti ekki keypt sér hollustu

Staðan sé því orðin sú að ekki sé annað hægt en láta sverfa til stáls og vona hið besta. „Guaidó hefur verið falin stjórn yfir fjárráðum ríkisins erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Það er leiðin til þess að taka niður einræðisstjórn­ina, því þeir eyða miklum peningum í að borga fyrir hollustu. Ef þeir komast ekki lengur í peningana, geta þeir ekki lengur greitt fyrir að halda völdum.

Þeir borga mörgum í hernum og þegar þú stöðvar fjár­streymið til þeirra þá mun ekki líða langur tími þar til þeir snúast gegn honum. Þeir eru ekki hol­ir hon­um, heldur peningunum,“ segir Badillo og bætir við þrá sinni um að koma aftur á Hérað. „Ég hugsa um að koma aftur á hverjum degi.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.