Orkumálinn 2024

Beljandi brugghús opnar í Mathöll Höfða

Beljandi brugghús opnar bar í Mathöllinni sem opnar á Höfða í Reykjavík í lok febrúar. Beljandi hóf starfsemi sína á Breiðdalsvík sumarið 2017 og hefur verið í stöðugum vexti síðan. 

Lesa meira

Ný fráveita ekki í umhverfismat

Skipulagsstofnun telur ekki líklegt að ný fráveita fyrir þéttbýlið á Fljótsdalshéraði hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því þurfi hún ekki í umhverfismat. Umhverfisstofnun telur að skýra þurfi betur hvenær markmiðum um tveggja þrepa hreinsun verði náð. Áhrif framkvæmdarinnar verði jákvæð frá því sem er.

Lesa meira

Íbúafundir um sameiningu sveitarfélaga í næsta mánuði

Formaður samstarfsnefndar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi segir að markmið sameiningar að grunnþjónusta við íbúa verði efld. Von er á að staðan í viðræðunum verði kynnt strax í næsta mánuði.

Lesa meira

Sameining sveitarfélaga: Erum ekki að tala um að loka afgreiðslum

Mikilvægt er að tryggja áfram þjónustu og sjálfákvörðunarrétt íbúa í byggðarkjörnum ef af sameiningu sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps verður á næsta ári. Unnið er með hugmyndir um héraðsráð sem fengin verði meiri völd en áður hefur þekkst hérlendis.

Lesa meira

Upplifði bara eðlilegt líf meðan hann var skiptinemi á Egilsstöðum

Tími er kominn að alþjóðasamfélagið láti sverfa til stáls og hjálpi til við að koma Nikolas Maduro frá völdum sem forseti Velesúale, að sögn skiptinema sem dvaldi á Egilsstöðum fyrir rúmum áratug. Íbúar treysta á peningasendingar frá útlöndum eða fremur glæpi til að framfleyta sér og sínum.

Lesa meira

Ungmennaráð Fjarðabyggðar krefst úrbóta á húsnæði félagsmiðstöðva

„Ungt fólk vill hafa áhrif á samfélagið sitt,” segir Heiðbrá Björgvinsdóttir, sem situr í Ungmennaráði Fjarðabyggðar, en það leggur reglulega fram tillögur á fundum bæjarstjórnar. Ráðið villl meðal annars sjá úrbætur á húsnæði félagsmiðstöðva í bæjarfélaginu.

Lesa meira

Fræðasetur á Borgarfirði

„Vedíska fræðasetrið á Borgarfirði er mjór vísir að menntastofnun sem vinnur með indversku og vedísku mennta- og listafólki sem mun líka taka þátt í námskeiðum með okkur í gegnum fjarfundabúnað,” segir Björn Kristjánsson, á Borgarfirði.

Lesa meira

Nýr eigandi að Hellisfirði

Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur gengið frá kaupum á jörðinni Hellisfirði í samnefndum firði, sem er sá næstu sunnan Norðfjarðar. Jacobi er frumkvöðull í markaðsmálum í heimalandi sínu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.