Upplýsingagjöf til farþega kann að skipta máli

Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur ekki loku fyrir það skotið að farþegar sem yfirgáfu flugvélar Wizz Air á Egilsstöðum síðastliðið föstudagskvöld kunni að eiga rétt á bótum vegna aukakostnaðar sem þeir urðu fyrir við að koma sér til Keflavíkur úr höndum félagsins. Þó sé margt óljóst um ákvörðun flugfélagsins og hvernig aðstæður voru.

Lesa meira

Snýst um að sameina sveitarfélög, ekki samfélög

Deiliskipulag og staðbundnar gjaldskrár verða verkefni heimastjórna verði Fljótsdalshérað, Djúpavogshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Borgarfjarðarhreppur sameinuð í eitt sveitarfélag. Sveitarstjóri Djúpavogshrepps segir lagt upp með að heimastjórnirnar hafi raunverulegt vald.

Lesa meira

Höggið af loðnubresti hlutfallslega þyngst á Vopnafirði

Útsvarstekjur Vopnafjarðarhrepps drógust saman um 5,6% á fyrri helmingi ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Tekjutap hreppsins og Fjarðabyggðar vegna loðnubrests er samanlagt metið á um 300 milljónir. Sjávarútvegssveitarfélög krefjast þess að fá hluta af auðlindagjaldi í sjávarútvegi til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf sem mætt geti sveiflum sem þessum.

Lesa meira

„Reiknum með að fólk velti við steinum á þessum fundum“

Fyrsti íbúafundurinn af fjórum um mögulega sameiningu Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður haldinn á Egilsstöðum í kvöld. Formaður sameiningarnefndarinnar segir fundina hugsaða þannig að gestir geti leitað svara við sínum spurningum.

Lesa meira

Farþegar pöntuðu sér rútu til að komast til Reykjavíkur

Yfir 100 farþegar sem áttu bókað far með Wizz Air til Keflavíkur í gærkvöldi biðu í flugstöðinni á Egilsstöðum uns þeir voru sóttir með rútum í morgun. Hluti farþeganna er enn fastur eystra og eiga erfitt með að finna leið þar sem allir bílaleigubílar staðarins eru uppbókaðir.

Lesa meira

Lúxus síldarvertíð

Gengið hefur vel að veiða síld fyrir austan land og vinnsla á henni í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur verið samfelld undanfarið. 

Lesa meira

Hrókeringar á Djúpavogi

Stofnfundur Skákdeildar ungmennafélagsins Neista í Djúpavogi var haldinn í gærkvöldi. Hugmyndin að deildinni fæddist eftir að tekin var upp skákkennsla í Djúpavogsskóla.

Lesa meira

Tveir bílar út af í gær

Tveir bílar eru ónýtir eftir sitt hvor útafaksturinn í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi gær. Þeir sem voru í bílunum sluppu í báðum tilfellum með minniháttarmeiðsli.

Lesa meira

Tvær flugvélar Wizz Air lentu á Egilsstöðum

Tvær flugvélar frá ungverska flugfélaginu Wizz Air lentu á Egilsstaðaflugvelli upp úr klukkan sex í kvöld vegna óveðurs í Keflavík. Á fimmta hundrað farþega voru með vélunum.

Lesa meira

Garnaveiki greind á bæ í Fellum

Matvælastofnun hefur staðfest að garnaveiki hafi greinst á sauðfjárbúinu Refsmýri í Fellum. Tryggja þarf bólusetningu gegn veikinni á Héraði.

Lesa meira

„Hárrétt að biðja um aðstoð björgunarsveitar“

Björgunarsveitin Jökull aðstoðaði konu, sem hafði slasast á fæti, á göngu á Rauðshaug á Fljótsdalshéraði á þriðjudagskvöld. Með konunni í för voru tvö börn. Formaður björgunarsveitarinnar segir konuna hafa tekið rétta ákvörðun með að óska eftir hjálp.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.