Allvíða grátt í fjöll

Íbúar á Austfjörðum vöknuðu allvíða við það í morgun að grátt var í fjöll. Fyrstu vegfarendur yfir Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfi þurftu að fara varlega vegna krapa á vegum.

Lesa meira

Nýfallinn snjór á Fjarðarheiði í morgun

Nýfallinn snjór blasti við vegfarendum á Fjarðarheiði í morgun. Snjórinn náði þó ekki upp á veg og hindraði því ekki umferð farþega úr Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar í morgun.

Lesa meira

Hálslón komið á yfirfall

Vatnsyfirborð Hálslóns fór í gær upp í 625 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar með byrjar vatn að renna úr lóninu um yfirfall í farveg Jökulsár á Dal. Þar með myndast fossinn Hverfandi.

Lesa meira

Töldu mikilvægt að tryggja verndun Hellisfjarðar

Kaup ríkisins á jörðinni Hellisfirði, í samnefndum firði við hlið Norðfjarðar, er hluti af áformum um vernd Gerpissvæðisins og óbyggðra svæða. Í firðinum sé að finna fágætt náttúrufar sem fengið hafi að þróast án álags frá manninum.

Lesa meira

Safna undirskriftum til að knýja á um Fjarðarheiðargöng

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar hratt í gær af stað undirskriftasöfnun á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Fellabæ til þess að knýja á um að Fjarðarheiðargöng verði færð framar í samgönguáætlun. Undirskriftirnar á að afhenda samgönguráðherra þegar hann kemur austur til að kynna skýrslu um gangakosti til Seyðisfjarðar á miðvikudag.

Lesa meira

Lukka að köllin heyrðust ofan úr fjallinu

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði bjargaði í gærkvöldi erlendri konu sem hrapað hafði í fjallendi ofan við golfvöll staðarins. Hún gat látið vita af sér með hrópum. Illa hefði getað farið ef neyð hennar hefði ekki uppgötvast fyrir nóttina.

Lesa meira

Gæsluvarðhald framlengt í hnífsstungumáli

Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa sært annan lífshættulega með hnífi í Neskaupstað um miðjan júlí, hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Lesa meira

Fækka um tvær ferðir á viku

Air Iceland Connect hefur ákveðið að fækka ferðum milli Reykjavíkur og Egilsstaða um tvær frá nóvember fram í febrúar á næsta ári. Farþegum hefur fækkað síðustu misseri en ekki eru fyrirhugaðar frekari breytingar á þjónustunni að sinni.

Lesa meira

Alþjóðleg rannsókn á fíkniefnasmygli

Rannsókn á smygli með fíkniefnum með Norrænu í síðustu viku er umfangsmikil og teygir sig til nokkurra landa. Lögregla verst frétta af gangi rannsóknarinnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.