Tækifæri til að spyrja heilbrigðisráðherra beint út

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, er væntanleg austur á land á fimmtudag til að kynna heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Ráðherra ásamt fleirum mun þá sitja fyrir svörum um stefnuna á opnum fundi.

Lesa meira

Trukkar með búnað Sheerans með Norrænu

Átta flutningabílar með tengivagna, hlaðnir búnaði frá tónleikum enska tónlistarmannsins Ed Sheeran, voru meðal þeirra farartækja sem fóru um borð í Norrænu sem sigldi frá Seyðisfirði í morgun.

Lesa meira

„Sá valkostur sem hér er valinn er augljóslega sá besti“

Formaður Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) segir þörf á breiðri samstöðu til að tryggja að ráðist verði í þau jarðgöng sem starfshópur um jarðgöng til Seyðisfjarðar leggur til. Þau muni hafa lykiláhrif á framtíð Austurlands.

Lesa meira

Heyskapur sækist hægt á Borgarfirði

Heyskapur hefur ekki gengið vel á Borgarfirði í sumar í vætutíðinni. Jón Sigmar Sigmarsson bóndi á Desjarmýri í Borgarfirði segist vonast til að bændur geti heyjað meira á næstu vikum en staðan sé ekki nógu góð.

Lesa meira

Kristján Ólafur nýr yfirlögregluþjónn

Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn yfirlögregluþjónn við embætti lögreglustjórans á Austurlandi. Sex sóttu um starfið

Lesa meira

Sagt um gangaskýrslu

Samgönguráðherra kynnti í gær á tveimur fundum skýrslu starfshóps um jarðgangatengingar til Seyðisfjarðar. Seinni fundurinn var opinn og þar tóku ýmsir til máls sem lýstu skoðunum sínum á tillögum hópsins um að byrjað verði á göngum undir Fjarðarheiði og þaðan haldið áfram til Norðfjarðar um Mjóafjörð. Austurfrétt hefur tekið saman nokkur viðbrögð frá fundinum og víðar við tillögunum.

Lesa meira

„Þetta er í takt við vilja Seyðfirðinga“

Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar fagnar langþráðri skýrslu sem samgönguráðherra kynnti í morgun um jarðgangakosti til staðarins. Baráttu þeirra fyrir göngum er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

Gæsluvarðhald framlengt í smyglmáli

Tveir karlmenn, sem handteknir voru við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 1. ágúst síðastliðinn með mikið magn fíkniefna í fórum sínum, hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.

Lesa meira

Fór út af á Öxi

Ökumaður slapp ómeiddur þegar bifreið hans skautaði út af í neðstu beygjunni af leiðinni niður af Öxi í gær. Þá slapp hjólreiðamaður vel þegar hann varð fyrir bifreið á Háreksstaðaleið í síðustu viku.

Lesa meira

Vilji til að byrja á Fjarðarheiðargöngum fyrir 2028

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, voru í gær afhentir listar með um 1800 undirskriftum með áskorun um að hafist verði handa við Fjarðarheiðargöng fyrr en áætlað er í gildandi samgönguáætlun. Ráðherrann segir vilja til að byrja fyrr.

Lesa meira

Fyrst göng undir Fjarðarheiði, síðan til Norðfjarðar um Mjóafjörð

Starfshópur sem fyrrum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði til að meta jarðgangakosti til Seyðisfjarðar telur það hagkvæmast fyrir Mið-Austurland að gera jarðgöng frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar og þaðan áfram til Mjóafjarðar og loks Norðfjarðar. Fjarðarheiðargöng yrðu fyrsti áfanginn í þessari tengingu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.