Kosið í nýju sveitarfélagi 18. apríl

Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrsta laugardag eftir páska. Sameiningin gengur formlega í gildi í kjölfar þeirra. Búið er að skipa undirbúningsstjórn og funda með starfsfólk fyrir þá vinnu sem framundan er þangað til.

Lesa meira

Mögulegur skaðvaldur í laxeldi

IPN-veira hefur greinst í laxi úr sjókví Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem veiran greinist í laxi á Íslandi en hún getur valdið sjúkdómnum brisdrepi í fiskum. Veiran fannst við sýnatöku sem er hluti af reglubundnu innra eftirlit hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

Nýtt íþróttahús, Hernámshátíð og gölluð knattspyrnuhöll

Miklar umræður urðu á íbúafundi sem haldinn var á Reyðarfirði í gær. Rætt var um þörfina á nýju íþróttahúsi, óánægju með að ekki væri gert ráð fyrir því í deiliskipulagi og einnig var rætt um framtíð Hernámsdagsins. Nýstofnuð íbúasamtök Reyðarfjarðar stóðu fyrir fundinum og mættu fulltrúar bæjarstjórnar á hann til að sitja fyrir svörum. 

Lesa meira

Gott tímakaup við að skafa framrúðuna

Lögreglan á Austurlandi áminnir ökumenn um að skafa framrúður bíla sinna áður en farið er af stað á morgnana. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir og sektaðir vegna þess í morgunn. Þrjár bílveltur urðu á Fljótsdalshéraði í skyndilegri hálku í gærkvöldi.

Lesa meira

Fyrrum hafnarverði dæmdar fjórar milljónir fyrir ólögmæta uppsögn

Landsréttur hefur dæmt Vopnafjarðarhrepp til að greiða fyrrum hafnarverði fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir hafa brotið gegn ákvæðum kjarasamnings og stjórnsýslulögum með fyrirvaralausri uppsögn haustið 2015. Rétturinn hækkaði bætur sem manninum höfðu verið dæmdar fyrir héraðsdómi auk þess að snúa við hluta dóms um orlof á yfirvinnu.

Lesa meira

Fjöldi ferðmanna 2019 áttfaldur íbúafjöldi landsins

Ferðaþjónusta er helsti vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnulífi síðastliðinn áratug. Ferðafólki til Íslands fjölgaði úr 500 þúsund 2010 í 2,4 milljónir á þessu ári, ef að líkum lætur. Fjöldi ferðafólks á ári er því um áttfaldur íbúafjöldi landsins.

Lesa meira

Vök baths slær í gegn

Aðsókn að Vök baths er samkvæmt áætlun en sala árskorta hefur farið fram úr björtustu vonum. Útlitið fyrir næsta ár er gott.
Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Vök baths, segir að það hafi vissulega haft áhrif heildaraðsókn á árinu að ekki tókst að opna staðinn um mánaðamótin júní/júlí, eins og áætlað var, en það var ekki fyrr en 27. júlí að formleg opnun var auglýst.

Lesa meira

Aldrei staðið til að aflífa aliendurnar á Fáskrúðsfirði

Af hálfu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar hefur aldrei staðið til að aliendur, sem haldnar eru á Fáskrúðsfirði, verði aflífaðar. Kröfur hafa hins vegar gerðar um úrbætur á aðbúnaði þeirra og er unnið að lausn málsins í samráði við eiganda fuglanna.

Lesa meira

Kæru Jarðarvina vísað frá

Lögreglan á Austurlandi mun ekki taka til meðferðar kæru frá Jarðarvinum vegna meintrar vanrækslu Náttúrustofu Austurlands við rannsóknir á afdrifum og afföllum hreindýrskálfa.

Lesa meira

Veiðar hafa hverfandi áhrif á kálfadauða

Bændur á Austurlandi, sem fá arð af hreindýraveiðum, hafa trúlega fengið sektarkennd sumir hverir þegar dýra-, náttúru- og umhverfissamtökin Jarðarvinir gagnrýndu hreindýraveiðarnar harðlega og sögðu að um 600 kálfar hefðu farist síðastliðinn vetur úr hungri og vosbúð á kvalafullan hátt, sem megi rekja til veiða á kúm. Frumathuganir benda þó til að veiðar hafi lítil eða engin áhrif á afkomu kálfanna.

Lesa meira

Grófu laxahrogn í 10 stiga gaddi

Veiðiklúbburinn Strengur, undir handleiðslu og hjálp sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar, grófu nýverið á annað hundrað þúsund hrogn í ám á Norðausturlandi. Þetta er liður í verndun og uppbyggingu Norður-Atlantshafslaxastofnsins. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.