Agnes Joy á Seyðisfirði

Kvikmyndin Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur leikstjóra. Myndin hefur fengið miklar og góðar viðtökur frá því hún var frumsýnd núna í haust. Um helgina verður myndin sýnd í Herðubreið á Seyðisfirði.

Lesa meira

Óásættanlegt að þurfa að treysta á eina sjúkraflugvél

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur óásættanlegt að einungis ein flugvél sé til staðar til að sinna sjúkraflugi fyrir allt landið og kallar eftir að sem fyrst verði mótuð framtíðarstefna í sjúkraflutningum. Þrýst er á að þyrlur verði til staðar á Egilsstöðum til að auka öryggi íbúa í fjórðungnum.

Lesa meira

Aldrei staðið til að aflífa aliendurnar á Fáskrúðsfirði

Af hálfu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar hefur aldrei staðið til að aliendur, sem haldnar eru á Fáskrúðsfirði, verði aflífaðar. Kröfur hafa hins vegar gerðar um úrbætur á aðbúnaði þeirra og er unnið að lausn málsins í samráði við eiganda fuglanna.

Lesa meira

Kæru Jarðarvina vísað frá

Lögreglan á Austurlandi mun ekki taka til meðferðar kæru frá Jarðarvinum vegna meintrar vanrækslu Náttúrustofu Austurlands við rannsóknir á afdrifum og afföllum hreindýrskálfa.

Lesa meira

"Höfum gefið tæki fyrir á annan tug milljóna króna"

Hosurnar í Neskaupstað standa fyrir sínum árlega jólamarkaði núna um helgina. Byrjar markaðurinn klukkan 14:00 í dag og stendur til sunnudags. Þær eru að vanda að selja hannyrðir af ýmsum toga. Allur ágoði rennur markaðarins í ár rennur til kaupa á augnþrýstimæli fyrir Heilsugæslu FSN.

Lesa meira

Kosið í nýju sveitarfélagi 18. apríl

Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrsta laugardag eftir páska. Sameiningin gengur formlega í gildi í kjölfar þeirra. Búið er að skipa undirbúningsstjórn og funda með starfsfólk fyrir þá vinnu sem framundan er þangað til.

Lesa meira

Mögulegur skaðvaldur í laxeldi

IPN-veira hefur greinst í laxi úr sjókví Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem veiran greinist í laxi á Íslandi en hún getur valdið sjúkdómnum brisdrepi í fiskum. Veiran fannst við sýnatöku sem er hluti af reglubundnu innra eftirlit hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

„Nógu brjálaður til að gera þessa mynd

Ásgeir hvítaskáld Þórhallsson viðskiptafræðingur og skáld frumsýndi kvikmynd sína „Kjarval og Dyrfjöllin“ í Bíó Paradís í gær. Myndin verður svo frumsýnd hér fyrir austan í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardag.

Lesa meira

Gott tímakaup við að skafa framrúðuna

Lögreglan á Austurlandi áminnir ökumenn um að skafa framrúður bíla sinna áður en farið er af stað á morgnana. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir og sektaðir vegna þess í morgunn. Þrjár bílveltur urðu á Fljótsdalshéraði í skyndilegri hálku í gærkvöldi.

Lesa meira

Fyrrum hafnarverði dæmdar fjórar milljónir fyrir ólögmæta uppsögn

Landsréttur hefur dæmt Vopnafjarðarhrepp til að greiða fyrrum hafnarverði fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir hafa brotið gegn ákvæðum kjarasamnings og stjórnsýslulögum með fyrirvaralausri uppsögn haustið 2015. Rétturinn hækkaði bætur sem manninum höfðu verið dæmdar fyrir héraðsdómi auk þess að snúa við hluta dóms um orlof á yfirvinnu.

Lesa meira

Fjöldi ferðmanna 2019 áttfaldur íbúafjöldi landsins

Ferðaþjónusta er helsti vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnulífi síðastliðinn áratug. Ferðafólki til Íslands fjölgaði úr 500 þúsund 2010 í 2,4 milljónir á þessu ári, ef að líkum lætur. Fjöldi ferðafólks á ári er því um áttfaldur íbúafjöldi landsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.