Gauti fyrsti forseti sveitarstjórnar Múlaþings

Gauti Jóhannesson, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður forseti bæjarstjórnar i sveitarfélaginu Múlaþingi. Kosið var í ráð og nefndir, þar á meðal heimastjórnir, á fyrsta fundi sveitarstjórnar hins nýja sveitarfélags í gær. Miðflokkurinn fékk enga fulltrúa með atkvæðisrétt í ráð og nefndir.

Lesa meira

Vilja að fólk haldi sig til hlés í 14 daga eftir komuna austur

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur þá sem koma til Austurlands eftir dvöl á höfuðborgarsvæðinu til að halda sig til hlés í 14 daga eftir að komið er inn á svæðið til að hindra útbreiðslu Covid-19 smita.

Lesa meira

Gerðu 10 milljóna króna á ári samning við Skaftfell

Seyðisfjarðarbær og Samtök sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) hafa gert samning við myndlistarmiðstöðina Skaftfell um fjárstuðning. Nemur upphæðin samtals 10 milljónum kr. á ári næstu fimm árin.

Lesa meira

SVN fær starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju í Neskaupstað

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir Síldarvinnsluna hf. (SVN) í Neskaupstað til reksturs fiskimjölsverksmiðju. Í nýja starfsleyfinu er tekið tillit til áforma rekstraraðila um aukna afkastagetu.

Lesa meira

Nafnið Múlaþing samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum í gær að sameinað sveitarfélag muni heita Múlaþing.

Lesa meira

Austfirsk fyrirtæki og stofnanir hafa lagst gegn borgarferðum

Austfirsk fyrirtæki og stofnanir hafa síðustu daga sent tilmæli til starfsmanna um að fara ekki til höfuðborgarsvæðisins og jafnvel beðið þá sem eru að koma þaðan að vinna heima hjá sér fyrstu dagana á eftir.

Lesa meira

Terra gerir þjónustusamning við SVN og Eskju

Terra umhverfisþjónusta hefur undirritað þjónustusamninga við tvö stór fyrirtæki í Fjarðabyggð, Síldarvinnsluna (SVN) í Neskaupstað og Eskju á Eskifirði.

Lesa meira

Ekki þykir ráð að fá gesti úr borginni

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur Austfirðinga til að íhuga vandlega hvort þörf sé á ferðum til og frá höfuðborgarsvæðinu, sem og fá til sín gesti þaðan.

Lesa meira

Heldur fleiri sem kunna vel við Múlaþingsnafnið

Útlit er fyrir að nafnið Múlaþing verði staðfest sem nafn á sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar á fyrsta fundi sveitarstjórnar í dag. Skiptar skoðanir eru um nafnið samkvæmt skoðanakönnun Austurfréttar/Austurgluggans.

Lesa meira

Kynna áform um að friðlýsa Gerpissvæðið

Umhverfisstofnun, ásamt sveitarfélaginu Fjarðabyggð og í samstarfi við landeigendur, hefur kynnt áform um friðlýsingu Gerpissvæðisins, milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Áformin eru kynnt í samræmi við ákvæði náttúruverndarlaga. Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 1. desember 2020.


Lesa meira

Laxar fá aukna heimild til framleiðslu í Reyðarfirði

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi til fiskeldisfyrirtækisins Laxa um eldi á allt að 16 þúsund tonnum af fiski í Reyðarfirði. Fyrirtækið hefur í dag leyfi fyrir sex þúsund tonna eldi þar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.